Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 40
TjRVALi
um. Við skulum reyna að greiða
þetta svolítið í sundur.
Ef við lítum fyrst á þá sem
höfðu aöeins eitt kvörtunarefni,
kemur í ljós að kynlífsörðugleik-
ar eru algengastir. — En hópur-
inn er ekki stór — aðeins fimm-
tán. Af þessum fimmtán voru
sex óánægðir með kynlíf sitt,
en þrír kvörtuðu eingöngu um
skapgerðarárekstra.
Athyglisvert er, að allir þeir
sem kvörtuðu undan afbrýði-
semi kvörtuðu einnig undan
skapgerðarárekstrum, og þriðj-
ungur þeirra virtist algerlega
ánægður með kynlíf sitt. Við
skulum líta snöggvast á þá
ellefu aðalflokka sem við skipt-
um kvörtunarefnum þessara
hundrað manna í. Raðað eftir
stærð líta þeir þannig út:
Skapgerðarerfiðleikar _____ 49
Kynferðiserfiðleikar _______ 39
Skortur á persónufrelsi____ 10
Heilsuleysi ________________ 10
Afbrýðisemi__________________ 8
Erfiðleikar út af börnunum 8
Fjárhagserfiðleikar _________ 8
Árekstrar út af ættingjum 7
Konan spillir umgengni við
aðra ................... 5
Atvinnan spillir
hjónabandinu _____________ 2
Trúmálaárekstrar ____________ 1
og „allt er að“ _____________ 2
Þetta var hagfræðihliðin. Lít-
um nú á mannlegu hliðina. Lít-
um á sjálfar tilfinningarnar.
Þegar mennirnir sátu þarna og
HVAÐ ER AÐ HJÓNABANDI ÞlNU?
svöruðu hverri spurningunni á
fætur annarri opnuðu þeir flóð-
gáttir endurminninga, sem
höfðu safnað að baki sér
gremju, sjálfspyndingu, óvissu,
efa, umburðarlyndu ástríki —
öllum þeim tilfinningum sem
spretta upp af náinni sambúð
tveggja einstaklinga. Og út
flæddi orðaflaumur, setning eft-
ir setningu, hlaðnar öllum hin-
um leynda ugg þess manns sem
er að reyna að koma til móts
við og skilja konu.
Hér fer á eftir nokkuð af
því sem mennirnir sögðu. Af
augljósum ástæðum er það ekki
alveg orðrétt eftir haft; en það
er umskrifað þannig að það
tjáir nákvæmlega kjarna þeirra
tilfinninga sem fólust að baki
svaranna.
,,Ekkert“ . . . ,,í hjónabandi
mínu er alls ekkert sem veldur
mér ama“ . . . „Því er dálítið
erfitt að svara. Ég veit ekki um
neitt. Alls ekkert sérstakt" . . .
„Þessu er mjög erfitt að svara.
Við höfum verið ákaflega ham-
ingjusöm — að minnsta kosti
síðustu árin“ . . . „Það er stór
spurning. Næstum hið eina sem
ég er óánægður með sem stend-
ur er, að ég get ekki keypt til
heimilisins það sem ég vildi. Ég
er ekki fyllilega ánægður með
tekjur mínar og það sem ég
get keypt handa konunni minni“
. . . „Því er erfitt að svara. Það
er í raun og veru ekki neitt. Það
eina sem veldur mér áhyggjum,
er, að við virðumst öðlast til-
38