Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 113
FJÁRSJÓÐURINN
ÚRVAL
þangað í miðdegisverð. Þau
borðuðu steiktan kalkún.
Krakkarnir voru afar stillt og
prúð. Georg fór með þau í
gönguferð eftir matinn. Það var
heitt í veðrinu, en þau settust
í skuggann á skyggnissvölunum.
Samtalið við frænkuna rofnaði
í miðjum klíðum, svo að Georg
frændi hlýtur að hafa þrifið
símtólið úr höndunum á henni
til að halda áfram áminningum
sínum til Ralphs um að hitta
herra Hadaam á Waldorf. ,,Þú
ferð og talar við hann á morg-
un, Ralphie — þann nítjánda —
á Waldorf. Hann býst við þér.
Heyrirðu til mín? .... Waldorf-
hótelið. Hann er milljónamær-
ingur. Og nú ætla ég að kveðja
þig.“
Herra Hadaam hafði bæði
setustofu og svefnherbergi á
Waldorf, og þegar Ralph fór
að heimsækja hann síðla næsta
dag á leið heim frá vinnunni,
var hann aleinn. Ralph fannst
að hann hlyti að vera mjög gam-
all maður, en fullur þrákelkni, og
það hvernig hann heilsaði, tog-
aði í eyrnarsneplana og teygði
úr sér þegar hann keifaði bjúg-
fættur um stofugólfið, var í
augum Ralphs merki um ó-
skerta, sjálfstæða hugsun, ó-
bugaðan innri kraft. Hann bauð
Ralph upp á glas af sterku víni,
en drakk léttari tegund sjálfur.
Hann sagðist ætla að hefja
framleiðslu á gerviull á Vestur-
ströndinni, og var nú kominn
hingað austur til að finna
reyndan mann, er gæti tekið að
sér sölu á ullinni. Georg hafði
bent honum á Ralph og það var
einmitt maður með reynslu
hans, sem hann þurfti á að
halda. Hann skyldi útvega þeim
hjónunum sómasamlegt hús og
sjá um flutninginn og hann var
reiðubúinn að borga Ralph
fimmtán þúsund á ári. Það var
þessi háa upphæð, sem kom
Ralph til að álíta, að tilboðið
væri ekki annað en óbein til-
raun til að endurgjalda Georg
frænda lífgjöfina, og gamli mað-
urinn virtist geta lesið hugs-
anir hans. „Þetta stendur ekki
í neinu sambandi við það, að
frændi yðar bjargaði lífi mínu,“
sagði hann hranalega. „Ég er
honum þakklátur — hver væri
það ekki? — en þetta kemur
því máli ekkert við, ef það er
það sem þér eruð að brjóta
heilann um. Þegar maður er
orðinn gamall og ríkur eins og
ég, fer að verða erfitt að kynn-
ast fólki. Allir gömlu vinirnir
mínir eru dánir — allir nema
Georg. Ég er umsetinn af sam-
starfsmönnum mínum og ætt-
ingjum, og úr þeirri herkví er
erfitt að brjótast. Ef Georg gæfi
mér ekki upp nöfn öðru hverju,
mundi ég aldrei sjá ný andlit.
I fyrra lenti ég í bílslysi. Það
var mér að kenna. Ég er mesti
klaufi að aka. Það var ungur
maður, sem ók bílnum, sem ég
rakst á, og ég gekk beina leið
til hans og kynnti mig. Við
þurftum að biða tuttugu mínút-
10 3