Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 123
FJÁRSJÖÐURINN
ÍTRVAL
slíkt tækifæri?" Hún strauk
fingrunum um beran handlegg
Láru. Það var benzínlykt af
kjólnum hennar. „Get ég slitið
hann af þér? Mundi það verða
mér til happs? Ég sver við allt,
sem heilagt er, að ég skyldi
myrða einhvern, ef ég héldi, að
það gæfi okkur peninga í aðra
hönd. Ég skyldi snúa mann úr
hálsliðnum — þig, já, hvern sem
væri — ég sver við Guð, að ég
skyldi —“
Það var barið að dyrum. Al-
ice gekk fram, opnaði og fór
út. Kona kom inn, hún var ó-
kunnug og var að leita að
snyrtiherberginu. Lára kveikti
sér í sígarettu og beið í svefn-
herberginu í tíu mínútur, áður
en hún sneri aftur til samkvæm-
isgestanna. Holinshed-hjónin
voru farin. Hún fékk sér glas,
settist niður og reyndi að halda
uppi samræðum, en hún gat ó-
mögulega haft hugann við það
sem hún var að segja.
Eltingaleikurinn, leitin að
fjársjóðnum, sem henni hafði
fundizt svo blátt áfram, ánægju-
leg og heiðarleg, þegar hún og
Ralph lögðu af stað, var nú í
hennar augum háskalegt sjó-
ræningjaævintýri. Hún hafði
fyrr um kvöldið hugsað um þá
sem saknað var. Hún fór nú
aftur að hugsa um þá. Mótlæti
og mistök höfðu gert út af við
þá flesta, eins og grimmilegt
kapphlaup væri háð að baki
þessarar yndislegu stofu, þar
sem sá sigraði varð að gjalda
Öll
fjölskyldan
klϚist
fatnaði
frá
KLÆÐAVERZLUN
ANDRÉSAR
ANDRÉSSONAR H.F.
LAUGAVEGI 3
SlMI 18250 (3 línur)
113