Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 23
MGNACO — mínnsta ríki í fieimi
Grein úr „Encounter“,
eftir George Mikes.
Monaco er sérstœtt þjóöfélag, sem byggir tilveru sína á fjár-
liœttuspili. En Monacobúar vilja sem minnst um það tala og sjálfir
spila þeir aldrei fjárhœttuspil. Höfundur þessarar greinar er brezk-
ur blaðamaður, en fœddur og uppalinn í XJngverjalandi. Hann hef-
ur skrifað tvcer ferðabcekur, „How to Be an Alien“ og „How to
Scrape Skies“, og þykja báðar með afbrigðum skemmtilegar, enda
kannski réttara að nefna þœr þjóðlífslýsingar í spéspegli en ferða-
bœkur.
UM það leyti sem ég fæddist
létu skáld og aðrir lista-
menn sér vaxa sítt hár, klædd-
ust óhreinum skyrtum og iðk-
uðu vafasaman móral. Samt var
það draumur allra trygginga-
miðlara að líkjast skáldi. Nú
gera listamenn sér allt far um
að líkjast tryggingamiðlurum.
Á æskuárum mínum áttu allir
bankamenn ljóðasafn eftir
sjálfa sig, sem þeir geymdu í
leynum. Nú eiga öll skáld banka-
bók, sem þau geyma í leynum.
Menntamenn ganga ekki leng-
ur í skítugum, rússneskum
peysum; aftur á móti ganga
kommúnistar í tízkufötum frá
dýrustu klæðskerum. Flestir
eru hættir að trúa á nokkuð
sérstakt, og samt tekst þeim
að láta líta svo út sem þeir
hafi orðið fyrir trúarlegri
vakningu.
Gusturinn frá þessu eftir-
sótta vammleysi hefur einnig
blásið um smáríkið Monaco.
Monacobúar blygðast sín fyrir
f járhættuspil. 0 tempora, o
morcs! Það er eins og ef Suð-
urafríka blygðaðist sín fyrir
gull, Saudi-Arabía fyrir olíu.
Opinberir ferðamannabækling-
ar frá Monaco eru margorðir
um Hafrannsóknasafnið og
Jardin Exotique — garð hinna
framandi blóma — rétt eins og
Monaco ætti frægð sina að
þakka þessum tveim virðulegu
stofnunum. Saga furstaættar-
innar Grimaldi er rakin — allt
til þessa dags — og talin rík-
inu til gildis. En Casino? . . .
Ó, já . . .
Ég hef fyrir framan mig
bók — gefna út af því opinbera
— og heitir hún „Les Trois
Villes de Monaco“ — Hinar
21