Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 81
HAGNÝTING SÓLORKUNNAR
ur svonefndur ,,hitarafall“.
Reglan upi hitaskipti er alkunn.
Þegar tveir ólíkir málmar eru
hitaðir, kemur fram rafspenna
milli þeirra — og er hún mjög
notuð við mælingar á háum
hitastigum. Fleygbogaspegill,
aðeins tveir metrar í þvermál,
gat á þennan hátt framleitt 40
vött, enda þótt flötur hans væri
ekki stærri.
Enn stórkostlegri eru þó sól-
orkustöðvarnar, sem prófessor-
inn telur að nota megi til að
skapa vinjar í eyðimörkinni. Á-
ætlanir hafa verið gerðar um
slíka stöð í Tashkent, og hlutar
hennar þegar reyndir. Á 40
metra háum turni er komið fyr-
ir katli, sem hitaður er af sól-
argeislum, er beint er að honum
frá 1300 speglum á sammiðja
brautarteinum út frá turninum.
Speglarnir, sem samtals hafa
19500 fermetra flöt, eiga að
geta framleitt 1200 kílovött af
háþrýstigufu.
I dal nálægt Erivan, höfuð-
borg Armeníu, hefur verið á-
ætlað að koma upp slíkri stöð,
enda kæmi hún þar í sérstaklega
góðar þarfir. Einn þriðji dalsins
er mýrlendi, annar þriðjungur
hans þurr, og á þeim þriðjungi
sem eftir er, eru bændabýli, er
þarfnast orku. Sólorkustöðin
gæti þurrkað upp mýrlendið,
vökvað þurru svæðin og veitt
raforku til bændanna.
ísrael.
I hinni fornfrægu Beercheba
í Negev-auðninni er verið að
ÚRVAL
reisa fyrstu verksmiðju heims,
sem knúin er sólorku. Þetta er
einn liðurinn í stórframkvæmd-
um, sem Israelsmenn hafa á
prjónunum í sambandi við hag-
nýtingu sólorkunnar.
Verksmiðja þessi, sem á að
framleiða áburð og skordýra-
eitur, gengur fyrir lágþrýstri
gufu frá nýrri gerð sólorku-
hlaða. Til eru tvær aðferðir við
að beizla sólargeislana; ef ná
þarf háum hita, eru notaðir
fleygboga-speglar til að safna
í sig geislunum, eins og brenni-
gler; ef á hinn bóginn er ætl-
unin að nota lágt hitastig, eins
og við upphitun á vatni, er not-
aður sólhlaði — svört plata,
sem drekkur í sig sólargeisl-
ana, og pípur, sem leiða burtu
vatnið jafn óðum og það hitn-
ar undir plötunni. Báðar þess-
ar aðferðir eru lagðar til grund-
vallar í byggingu aflgjafans í
fyrrnefndri efnaverksmiðju.
Engir speglar eru notaðir, en
orkumissirinn er samt eins lít-
ill og við framleiðslu hærri
hitastiga.
ísrael er sólríkt land, en fá-
tækt að eldsneyti, og það er því
óvíða jafn mikil nauðsyn á hag-
nýtingu sólorkunnar og þar, til
þess að knýja vélar af ýmsu
tagi. Á rannsóknarstöðinni í
Negev-auðninni er nú hafinn
undirbúningur að framleiðslu á
tíu hestafla sólknúnum vélum,
sem geta ef til vill orðið sam-
keppnisfærar við Diesel-vélar, a.
m. k. um rekstur og viðhald.
71