Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 9
SKUGGAR GUÐANNA
ræmi hið innra jafnt sem ytra.
Hann verður fallegur af því að
hann er fyrirheit um það að af
mér verði létt einhverju af van-
mætti mínum gagnvart ringul-
reið reynslunnar. Ég held að
ein ástæðan til þess að ég gerð-
ist leikritaskáld hafi verið sú,
að í formi leiklistarinnar verður
allt að vera skipuleg, lífræn heild,
augljós ölium, og runnið frá
einni lind. Fyrir löngu hafði ég
þann sið að skrifa í bók eins-
konar eintal sálarinnar. Eitt
spakmælið í henni hljóðaði
þannig: „Bygging leikrits er
alltaf sagan um það hvernig
fuglarnir komu heim til að
hvílast.“ Hið leynda mun af-
hjúpast; innri lögmál veruleik-
ans munu koma í ljós; ég var
ekki einungis að skilgreina
byggingu leikrits, heldur einnig
viðhorf mitt til kreppunnar.
MEÐAN ég var í menntaskóla
og fáfróður barst mér í
hendur bók, guð veit hvernig.
Það voru Brceðurnir Karama-
zov. Það hlýtur að hafa verið
of vont veður til þess að hægt
væri að fara í boltaleik. Ég hef
alltaf blessað Dostojevski fyrir
að skrifa þannig að hvaða
heimskingi sem er geti skilið.
Bókin snerti auðvitað ekki á
neinn hátt kreppuna. En þrátt
fyrir rússnesku nöfnin varð
hún mér nákomnari en dagblöð-
in sem ég las á hverjum degi.
Mér kom þá aldrei til hugar að
spyrja hversvegna. Nú held ég
ÚRVAL
að það hafi verið árekstrarnir
milli föður og sonar, en auk
þess eitthvað meira. Hún var
alltaf að leita út fyrir vettvang
atburðanna og persónurnar, að
hinum leyndu lögmálum, að
staðnum þar sem guðirnir taka
sínar ákvarðanir, að bjarginu
þar sem maður getur staðið
laus við blekkinguna, frjáls
maður. Samt virðast persónurn-
ar á einhvern hátt óháðar or-
sakalögmálinu.
I þessari bók var sama þráin
eftir einhverju sambandi við
hulin rök sem ásótti mig daginn
langan. Hún gaf mér engin
svör, en hún sýndi mér, að ég
var ekki sá eini sem spurði
þannig, því að ég trúði ekki —•
og gat ekki trúað eftir 1929 —
á veruleikann sem blasti við
augum mér. Það var til ósýni-
legur heimur orsaka og afleið-
inga, dularfullur, fullur af ó-
væntum hlutum, óbilgjarn á
braut sinni. Bókin sagði við
mig:
,,Það er dulið skipulag í heim-
inum. Tiigangur lífsins er aðeins
einn. Hann er sá að finna eðli
bessa skipulags. Hinir góðu eru
þeir sem leita þess. Hinir vondu
segja að ekkert sé bak við á-
sýnd heimsins, ytra borð veru-
leikans. Maðurinn mun ekki öðl-
ast frið fyrr en hann lærir að
lifa mennsku lífi, í sátt við þau
lögmál sem ákveða mannlegt
eðli.“
Eftir að ég kom í háskóla og
hafði vitkast ögn las ég Ibsen.
7