Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 71
SÝN MÉR TRÚ ÞlNA AF VERKUNUM'
ÚRVAL
eru að gera — og árangurinn
hefur oft orðið næsta hlægi-
legur. En nú hafa þeir skyn-
samari á meðal þeirra tekið sig
saman um að skapa eitthvað
innanfrá, eitthvað, sem kemur
frá þeim sjálfum. Þeir vilja
ekki vera svartir Evrópumenn,
heldur síðmenntaðir Afríkubú-
ar. Þeir vilja hirða það bezta
úr Evrópu-menningunni, en
fleygja hinu. Umfram allt vilja
þeir halda persónulegum tengsl-
um, enda þótt þau kunni ef til
vill að verða í breyttri mynd.
Því einu hafa þeir kynnzt: ein-
manaleik Evrópumannsins. Við
viljum hlúa að einstaklings-
hyggju okkar. Við álítum, að
það sem er einstætt í fari okk-
ar, það sem aðgreinir okkur frá
öðrum, sé persónuleiki okkar í
raunréttri merkingu þess orðs.
En svertinginn er hræddur við
það, sem skilur hann frá öðr-
um, hann vill bæði leiða aðra
og láta leiða sig. Þegar hann
hefur fundið kraft, sem honum
er æðri, leiðtoga getum við kall-
að það, vill hann líkjast þess-
um leiðtoga í öllu. Líka í stjóm-
málum.
Þegar þetta samband er kom-
ið á, eru svertingjarnir tilbún-
ir að færa hvaða fórn sem er.
Mau-mau er að ég held eitt
dæmið um slík tengsl. Englend-
ingar hafa notað öll nýtízku
vopn í baráttunni gegn þeim, en
ennþá eftir fimm ár hefur þeim
ekki tekizt að hafa hendur í hári
síðustu Mau-mau mannanna.
Það er kraftur.
Einni vaktinni við námuna
var nýlokið. Vinnuklæddir svert-
ingjar streymdu inn í salinn,
glösin klingdu og háværar
raddir fylltu loftið. Við gengum
út, settumst inn í Fólksvagn
föður Tempels og mjökuðumst
flautandi gegnum þéttan hóp
af hjólandi námuverkamönn-
um. Svo bauð hann okkur inn
í vinnuherbergi sitt, þar sem
borðið svignaði undir bókum og
tímaritum. Á veggnum hékk
ljósmynd af stúlku, svartri
Mona Lísu, nema hvað brosið
vantaði. Faðir Tempels spurði,
hvort ég gæti lýst svipnum á
andliti hennar, og ég reyndi, en
gafst upp. Þó sér maður það hér
á hverjum degi, við brunninn,
á götunni, það getur komið í
ljós í miðju samtali, þegar
minnst vonum varir. Það er
draumkenndur, fjarrænn svip-
ur, kannski það sem Finnar
kalla fjarþrá.
Við hlustuðum á heimatil-
búna svertingjahljómlist. Það
var kona, sem söng: ,,Ég hef
ferðast með bíl, skipi og lest til
stórborganna. Hvað hef ég
fundið ? Ekkert."
Og Placide Tempels kinkar
kolli. Neðan frá bamum heyr-
ast fyrstu tónar hljómsveitar-
innar, sem á að spila fyrir dans-
inum þetta kvöld.
61