Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 56
tTRVAL
þorsta né hugarangri, þegar sú
stóra stund rennur upp.
Klukkustundu áður en að-
gerðin fer fram, er sjúklingn-
um gefin sprauta, svo að hann
er aðeins með hálfri meðvitund,
þegar honum er ekið inn í
skurðstofuna. Þar sprautar
svæfingalæknirinn pentothal
beint inn í æð, og innan hálfr-
ar mínútu er sjúklingurinn al-
veg meðvitundarlaus. Hvílíkur
munur eða var fyrir nokkrum
árum, þegar margir báru meiri
kvíðboga fyrir svæfingunni og
áhrifum hennar en aðgerðinni
sjálfri, og hreint ekki að
ástæðulausu.
Fullkomið traust er hyrning-
arsteinn velheppnaðra skurðað-
gerða nútímans og blátt áfram
nauðsynlegt í samskiptum sjúk-
lingsins við lækna og hjúkrun-
arfólk. Ef þetta traust skapast,
er hálfur sigur unninn. Og nú er
hægara um vik en áður. Nú þarf
skurðlæknirinn ekki að fást við
hræddan og kvíðafullan sjúkl-
ing, baðaðan í svita og með
hamrandi æðaslátt. Áður var
það þannig, já, en ekki nú.
Skurðlæknar eiga mikla skuld
að gjalda svæfingalæknunum,
sem veita vöðvum sjúklingsins
hvíld og létta þannig aðgerð-
ina. Þetta er mikill ávinningur,
þar eð þá er engin þörf á því
lengur að strengja á vefjunum
með sérstökum tækjum til að
fá betri yfirsýn yfir skurðsvæð-
ið. Ekki þarf heldur að óttast,
að sjúklingurinn fái lost, hvorki
HÁLFUR MAGI BETRI EN ENGINN
meðan á aðgerðinni stendur né
eftir hana. Hann er meira að
segja oft betur á sig kominn
eftir uppskurðinn en fyrir, bæði
andlega og líkamlega. Nú á dög-
um eru uppköst eftir svæfingar
næsta sjaldgæft fyrirbæri. Þeg-
ar skorið er upp við magasári,
er það fyrsta, sem sjúklingur-
inn tekur eftir þegar hann vakn-
ar aftur, sú gleðilega staðreynd,
að verkurinn er horfinn. Þetta
eitt út af fyrir sig gerir honum
léttara í skapi og flýtir fyrir
bata hans. Við uppskurðinn hef-
ur helmingur magans verið
numinn burtu og um leið kvöl-
in, sem hann olli.
Hvers vegna er nauðsynlegt
að skera burtu helminginn af
maga sjúklingsins til að lækna
magasár? Ástæðan er sú, að sá
hluti magans, sem veitir salt-
sýrunni inn í magavökvann,
stenzt áhlaup allra lyfjateg-
unda, og verður því að losna
við hann.
Önnur spurning, sem er venju-
lega ofarlega í huga sjúklings-
ins, er þessi: „Getur mér liðið
vel með hálfan maga og get ég
haldið áfram að stunda vinnu
mína?“
Hálfur magi getur fullkom-
lega gegnt hlutverki maga af
venjulegri stærð, ef þessi helm-
ingur hans er heilbrigður. Nátt-
úran hefur af vizku sinni gefið
okkur varasjóð að grípa til, ef
annað bregst, og á það við um
flest líffæri okkar. Við getum
lifað eðlilegu lífi með eitt nýra,
54