Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 124
ÚRVAL
FJÁRSJÓÐURINN
Almenningur
ts'yggii'
h|á
„ A L m E feí N U IVfl44
Ekkert félag býður yður jafn
fjölbreyttar tryggingar með
jafn hagkvæmum kjörum.
Muniö aö
TRYGGING
ER NAUÐSYN!
ALMENNAR
TRYGGINGAR H.F.
Austurstrœti 10
Sími 1 77 00 (3 línur)
sigurinn með lífi sínu. Láru
,varð kalt. Hún tók ísmolann
upp úr glasinu með fingrunum
og lét hann í blómavasa, en
viskýið hlýjaði henni ekki. Hún
bað Ralph að fylgja sér heim.
Eftir kvöldmat á þriðjudag
þvoði Lára upp diskana og
Ralph þurrkaði þá. Hann las
blaðið, en hún settist við sauma.
Klukkan kortér gengin í níu
hringdi síminn í svefnherberg-
inu, og hann tók upp heyrnar-
tólið, rólegur í fasi. Það var
einhver að bjóða þeim tvo að-
göngumiða í leikhúsið á síðustu
sýningu. Síminn hringdi ekki
aftur, og klukkan hálftíu sagð-
ist Ralph ætla að hringja til
Kaliforníu. Hann náði fljótt
sambandi, og ung kona með
bjarta rödd talaði við hann úr
númeri Hadaams. ,,Ó, já, herra
Whittemore," sagði hún. ,,Við
reyndum að ná í yður fyrr í
kvöld, en númerið var á tali.“
„Gæti ég fengið að tala við
herra Hadaam?“
„Nei, herra Whittemore. Það
er ritari hans, sem talar. Ég
veit, að hann ætlaði að hringja
til yðar, því að hann hafði skrif-
að nafn yðar í minnisbókina.
Frú Hadaam hefur beðið mig að
valda eins fáum vonbrigðum og
unnt er, og þess vegna hef ég
sjálf reynt að hringja í öll núm-
erin, sem hann hafði fært inn
hjá sér. Herra Hadaam fékk
slag á sunnudaginn. Við búumst
ekki við, að hann nái sér aftur.
114