Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 8
ÚRVAL
spurði ég um þau fáu leikrit
sem ég sá. Hulin lögmál forlag-
anna leyndust ekki aðeins í
skapgerð fólks, heldur einnig
og jafnvel enn frekar utan við
dagstofu fjölskyldunnar. Fyrir
utan voru guðirnir miklu, sem
með vanþóknun sinni gátu
breytt stoltum, efnuðum og
virðulegum manni í barinn
rakka, hvaða hugmyndir sem
hann hafði um sjálfan sig og
hvað svo sem hann ákvað að
gera eða gera ekki.
Þannig varð ég snemma fyrir
áhrif aðstæðna og óafvitandi
heillaður af sjálfu ferli hlut-
anna. Hvernig þeir tengdust.
Hvernig áskapaður persónu-
leiki mannsins breyttist fyrir
áhrif þess heims sem hann lifði
í, og — erfiðari spurning —
hvernig hann gæti að sínu
leyti breytt þessum heimi sín-
um. Þetta voru ekki fræðilegar
spurningar, Þær voru ekki
einu sinni bókmenntalegs eða
leiklistarlegs eðlis í fyrstu.
Þær voru hin hagnýta spurn-
ing um það á hvað maður ætti
að trúa til þess að geta haldið
áfram að lifa. Dæmi: átti mað-
ur að dást að efnalegri velgengi
— því að efnaleg velgengni var
til, jafnvel þá. Eða átti maður
að líta á hana sem blekkingu,
til þess eins að vera tætt í
sundur og njótendur hennar
fótum troðnir og auðmýktir?
Var velgengni ósiðræn í eðli
sínu — þegar allir nágrann-
arnir urðu að lifa ekki einung-
SKUGGAR GUÐANNA
ungis án bíls, heldur einnig án
morgunverðar ?
Unglingur verður að finna-
að hann sé á bandi réttlætisins.
Á þann hátt endurnýjast reið-
in í brjósti mannsins stöðugt.
En það var erfitt að vera rétt-
látur í tilfinningum sínum, hvað
þá í hugsun sinni. Til voru þeir
í hópi nágrannanna sem sögðu,
að aílt væri þetta því að kenna,
að verkamennirnir hefðu ekki
fengið nóg laun til þess að kaup
það sem þeir höfðu framleitt,
og að lausnin væri sósíalismi;
þá mundi ekki framar stolið af
kaupi þeirra á sama hátt og at-
vinnurekendurnir höfðu gert
og þannig kallað yfir okkur
kreppuna. Það var dásamleg
tilhugsun; ég þuldi þessa kenn-
ingu yfir afa mínum þangað til
hann náði ekki upp í nefið á
sér fyrir reiði. Gallinn á henni
var sá, að ekki yrði hjá því
komizt að ryðja honum og föð-
ur mínum og öllum sem mér
þótti vænt um úr vegi.
Nóg um þetta. Það sem ég
vildi segja er þetta: það er ekki
hægt að skilja hlutina nema að
skilja skyldleika þeirra og sam-
hengi. Það verður að þreifa út
fyrir brún hlutanna. Þetta
kenndi kreppan mikla mér, til
góðs eða ills. Hún vakti hjá
mér óþol gagnvart öllu, einn-
ig list, sem telur sig geta lifað
fyrir sjálft sig, og hafa samt
spámannlegt gildi. I mínum
augum verður hlutur fallegur
þegar hann öðlast lífrænt sam-
6