Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 112
TJRVAL
Lára sagði, að sín væri ánægj-
an. Hún hafði bara fimm doll-
ara seðil á sér og fékk frú Hol-
inshed hann. Drengurinn hélt
áfram að gráta, en móðir hans
dró hann á eftir sér í áttina að
Fifth Avenue. Lára sá þau aldr-
ei eftir það í garðinum.
Líf Ralphs var, eins og áður,
þrungið tilhlökkun. Fyrstu árin
eftir stríðið virtist borgin fljót-
andi í auðlegð. Peningarnir virt-
ust spretta upp eins og gorkúl-
ur, og Whittemore-hjónin, sem
sváfu undir slitnum yfirhöfn-
unum á veturna, til þess að
halda á sér hita, virtust aðeins
þurfa dálitla þolinmæði, kjark
og heppni til að höndla þessi
lífsins gæði. Á sunnudögum,
þegar veðrið var gott, slógust
þau í fylgd með ríka fólkinu á
Fifth Avenue. Ralph fannst, að
það gæti ekki liðið nema einn
mánuður, í mesta lagi eitt ár,
þangað til hann fyndi lykilinn
að þeirri velsæld, sem þau höfðu
svo margfaldlega til unnið. Þau
voru vön að ganga um á Fifth
Avenue fram á kvöld, en þá
fóru þau heim og borðuðu
baunaskammtinn sinn og fengu
sér epli í eftirmat til að bæta
upp máltíðina.
Þau voru einmitt að koma
heim úr slíkri gönguferð einn
sunnudag, þegar síminn hringdi
meðan þau voru á leið upp stig-
ann. Ralph flýtti sér á undan
til að svara.
Hann heyrði rödd Georgs
frænda síns, sem var af gömlu
FJÁRSJÓÐURINN
kynslóðinni og vissi, hvað fjar-
lægðir eru. Hann talaði í sím-
ann eins og hann væri að kalla
til báts úti fyrir brimóttri
strönd. „Þetta er Georg frændi,
Ralpbie! æpti hann, og Ralph
datt í hug, að nú ætluðu þau
Helena frænka og hann að koma
í skyndiheimsókn til borgar-
innar, en svo varð honum Ijóst,
að frændi hans hringdi frá
Illinois. „Heyrirðu til mín?“
þrumaði Georg. „Heyrirðu til
mín, Ralphie? . . . Ég er að
hringja í þig út af vinnu,
Ralphie. Ef þú skyldir vera að
leita að vinnu. Paul Hadaam
kom hér við — heyrirðu til mín
Ralphie? — Paul Hadaam kom
hér við á leið sinni austur, og
hann leit inn til mín. Hann á
mikla peninga, Ralphie — hann
er ríkur — og hann er að setja
á stofn fyrirtæki í Vesturríkj-
unum, sem á að framleiða gervi-
ull. Heyrirðu, hvað ég er að
segja, Ralphie? . . . Ég sagði
honum frá þér, og ha'nn ætlar
að búa á Waldorf-hótelinu, svo
að þú getur farið þangað og
hitt hann. Ég bjargaði einu
sinni lífi hans. Ég dró hann upp
úr Erie-vatninu. Farðu nú á
morgun, Ralphie, og talaðu við
hann á Waldorf-hótelinu. Þú
veizt, hvar það er? Waldorf-
hótelið . . . Bíddu við, Helena
frænka er hérna. Hana langar
til að tala við þig.“
Nú heyrði hann kvenmanns-
rödd, fremur lága og veika. Öll
systkinabörnin höfðu komið
102