Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 6
tíRVAL
hann nefndi Hvaö er list? Efni
hennar er það, að næstum all-
ar skáldsögur, leikrit, óperur
og málverk séu snauð af list og
og einber hégómi, og að í hátt-
bundnum hreyfingum rússneska
bóndans þegar hann sveiflar
sigð sinni sé meiri list en í öll-
um listdönsum á leiksviðum
Moskvu, og að málverk bænd-
anna á hliðum vagna þeirra
séu sannari en öll málverk í
söfnum landsins. Það sem olli
honum mestum trega var, að
ég held, sú staðreynd, að öll
listræn sköpun verður óumflýj-
anlega að atvinnu, og að lista-
maðurinn sem í upphafi kann
að hafa verið náttúrlegur verð-
ur sér fljótt meðvitandi um
hæfileika sína og tekur að nota
þá til þess að afla sér fjár og
álits, stundum blátt áfram af
því að hann á ekki kost á heið-
arlegu starfi.
Samt hélt Tolstoj áfram að
skrifa. Sannleikurinn er, að ég
hygg sá, að fyrr eða síðar hljót-
um vér að komast að raun um
hvað vér erum að gera, og það
er eins gott að taka því sem
staðreynd þegar að því kemur.
En sjálfsþekking atvinnu-
mennskunnar þróast einungis
við það að sömu hlutirnir hafa
verið endurteknir í mörgum
leikritum. Og fyrir leiklist
heillar þjóðar kemur stund
sjálfsmatsins á sama hátt. Ég
er þeirrar skoðunar, að tíma-
bili í leiklist vorri sé að ljúka.
Vissir hlutir hafa verið endur-
SKUGGAR GUÐANNA
teknir nægilega til þess að tala
megi um takmarkanir, sem
menn verði að gera sér ljósar ef
leiklist vor á ekki að verða fá-
ránleg og úrkynjuð uppsuða.
En urn leið og minnzt er á
takmarkanir vaknar spurningin
um mælikvarðann sem miða
skal við. Þar sem einn sér tak-
mörk, sér annar kannski enda-
lausa víðáttu. Mælikvarði minn,
sjónarmið mitt, stökk ekki út
úr höfði mér fullskapað og án
þess nokkur ytri öfl hefðu náð
að móta það. Ég byrjaði að
skrifa leikrit þegar kreppan
mikla var í algleymingi. Það
jaðrar við dónaskap að tala
um kreppu nú á tímum, en það
var sú jörð sem ég lærði að
standa á, án þess ég réði nokkru
um það til eða frá.
Það er ótalmargt hægt að
segja um þann tíma, en kannski
er eitt nógu vekjandi. Fram til
1929 hélt ég að tilveran stæði á
tiltölulega traustum grunni.
Einkum var ég — eins og flest-
ir Ameríkumenn — þeirrar trú-
ar, að einhver héldi um stjórn-
völinn. Ég vissi ekki gjörla hver
það var, en sennilega var það
einhver kaupsýslumaður, og
hann var raunsæismaður, hag-
sýnn, heiðarlegur og ábyrgur ná-
ungi, en enginn skýjaglópur. Ár-
ið 1929 stökk hann út um glugg-
ann. Það kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Bönkum hans
var lokað, og ég átti tólf dali
í einum þeirra. Ef satt skal
segja hafði ég raunar tekið þá
4