Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 86
tTRVAL
— varð að fara á fætur klukk-
an sjö á morgnana, ef hann
þurfti að fara í hádegisverðar-
boð. Hann gat hvorki unnið né
talað við fólk, nema hann væri
áður búinn að reykja ópíum í
fimm klukkustundir. Aðrir
ópíumreykingamenn hætta að
stunda störf sín og eyða hverj-
um skilding í deyfilyf sitt.
Bæði í Singapore og Hong Kong
eru sérstök musteri, auk hæla,
sem rekin eru af Bretum, þar
sem kínverskir ópíumneytendur
geta leitað sér lækningar af
frjálsum vilja.
í klúbbnum, þar sem ég
dvaldi í Hong Kong, bjó líka
gamall blaðamaður, sem treysti
ÖPlUMREYKINGAR 1 KOWLOON
sér ekki til að fara í hádegis-
verðarboð, nema hann drykki
viskí frá því klukkan átta um
morguninn — og viskí er miklu
dýrara en ópíum og virðist líka
hafa óheppilegri áhrif á neyt-
andann. Og meira en helmingur-
inn af vinum mínum geta ekki
heldur unnið nema þeir reyki
um leið. Kínverjarnir sögðu mér,
að ópíum æsti menn ekki til
glæpa, áhrif þess kæmu mönn-
um ekki til að berja konur sínar
eða vera með háreysti. Mennt-
aði ópíumneytandinn, sem ég
gat um, fræddi mig líka um
það, að menn fengju ekki held-
ur lungnakrabba af ópíum-
reykingum.
•k ★ kc
Vertu dyggðugur og þá muntu verða hamingjusamur ? Bull
og slúður! Vertu hamingjusamur og þá munu dyggðirnar koma
af sjálfu sér.
By Love Possessed.
—O—
Til íhugunar.
Það er ekki bannað að auglýsa áfengi í Ameríku, eins og
eftirfarandi auglýsing i vínverzlun í Chicago ber vitni um:
„Ör því að þér getið ekki stillt yður um að drekka, væri þá
ekki þjóðráð að opna vínbúð heima hjá yður — og vera eini
viðskiptavinurinn ? Látið konuna yðar fá 2000 kr. til að kaupa
einn kassa af viskí. Það eru 240 sjússar í kassanum. Kaupið
alla yðar sjússa af konunni fyrir 20 kr. stykkið, og eftir mánuð
(þegar kassinn er búinn) á konan yðir 2800 kr. í banka og
2000 kr. fyrir nýjum kassa. Ef þér lifið í tíu ár og haldið áfram
að kaupa allt viskí yðar af konunni og dettið svo niður dauður
einn góðan veðurdag, þá á ekkjan yðar 336.000 kr. í banka . . .
nægilegt til þess að annast uppeldi bamanna, borga vexti og
afborganir af íbúðinni, giftast reglumanni og gleyma því, að
hún hafi nokkurntíma verið gift vandræðagemlingi eins og
yður.“
76