Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 73

Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 73
ÉG ER ALBlNÖ tJRVAL að hver hlutfallstala þeirra er, en í alfræðibókum hef ég séð að hún sé talin einn af hverjum tíu þúsund. Meðan ég var lítil gerði ég mér litla grein fyrir að ég væri öðruvísi en önnur börn í litla handaríska bænum þar sem ég á enn heima. Foreldrar mínir, bæði iðnverkamenn með meðal- tekjur, reyndu að leyna mig sem lengst þessum ,,grikk“ sem móðir náttúra hafði gert mér, einkabarninu þeirra. Ég tók ekki eftir því að aðr- ar mæður í nágrenninu bentu og hvísluðust á þegar ég fór fram- hjá — hoppandi glaðlega milli foreldra minna, sem bæði höfðu eðlilegan litarhátt — en niðurlút og píreygð í sólskini, sem ekki virtist angra önnur börn. Öll önnur börn í nágrenninu voru send í leikskóla, en for- eldrar mínir voru svo skynsöm að halda mér heima þangað til ég var orðin nógu gömul til að „skilja“. Það var ekki fyrr en mamma fór með mig í skóla sjö ára gamla að ég fór að gera mér ljóst, að ég var öðruvísi en önnur börn. Ég minnist alltof vel fyrsta skóladagsins. Börnin störðu og bentu á mig af tillits- lausri forvitni. „Sjáið hárið á henni Mar- gréti! Af hverju er það — hvítt ? Hún er eins og Jcerling!“ „Og hún hefur engar augna- brúnir og engin augnahár . .. Jú, en þau eru svo hvít að það er varla hægt að sjá þau.“ „Nei, sjáið hvað augun í henni eru skrítin! .. . Sjáið, sjá- ið! Þau eru rau'ð, og þau hring- snúast alveg eins og í hvítu kanínunni sem ég fékk á pásk- unum!“ Börnin þyrptust í kringum mig og báðu mig að taka ofan þykku lituðu gleraugun. Þau gláptu á mig alveg eins og á Sammy litla sem fæddur var með sex fingur á hvorri hendi, og Jenny litlu sem var með stórt ör á kinninni eftir bruna- sár. Allt í einu varð mér innan- brjósts eins og þeim hlaut að vera — eins og sá sem er van- skapaður eða með einhver lýti. Að lokum ruddist ég út úr hópi kvalara minna og hljóp inn í skólann — hálfblind af því að einhver galsafenginn strákur hafði tekið gleraugun mín. Ég komst inn í hálfrokkinn snyrti- klefa telpnanna og þar hímdi ég grátandi þangað til kennar- inn fann mig og reyndi að hugga mig. Þegar ég kom heim sagði ég kjökrandi við mömmu að ég færi aldrei í skóla aftur. Eg hataði börnin, sagði ég. Ég sá foreldra mína líta hvort á ann- að, ráðalaus. Þá tók pabbi mig á kné sér og reyndi á sinn klunnalega hátt að skýra þetta fyrir mér. Börn- in myndu hætta að stríða mér þegar þau færu að þekkja mig, 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.