Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 73
ÉG ER ALBlNÖ
tJRVAL
að hver hlutfallstala þeirra er,
en í alfræðibókum hef ég séð að
hún sé talin einn af hverjum
tíu þúsund.
Meðan ég var lítil gerði ég
mér litla grein fyrir að ég væri
öðruvísi en önnur börn í litla
handaríska bænum þar sem ég á
enn heima. Foreldrar mínir,
bæði iðnverkamenn með meðal-
tekjur, reyndu að leyna mig
sem lengst þessum ,,grikk“ sem
móðir náttúra hafði gert mér,
einkabarninu þeirra.
Ég tók ekki eftir því að aðr-
ar mæður í nágrenninu bentu og
hvísluðust á þegar ég fór fram-
hjá — hoppandi glaðlega milli
foreldra minna, sem bæði höfðu
eðlilegan litarhátt — en niðurlút
og píreygð í sólskini, sem ekki
virtist angra önnur börn.
Öll önnur börn í nágrenninu
voru send í leikskóla, en for-
eldrar mínir voru svo skynsöm
að halda mér heima þangað til
ég var orðin nógu gömul til að
„skilja“.
Það var ekki fyrr en mamma
fór með mig í skóla sjö ára
gamla að ég fór að gera mér
ljóst, að ég var öðruvísi en
önnur börn. Ég minnist alltof
vel fyrsta skóladagsins. Börnin
störðu og bentu á mig af tillits-
lausri forvitni.
„Sjáið hárið á henni Mar-
gréti! Af hverju er það — hvítt ?
Hún er eins og Jcerling!“
„Og hún hefur engar augna-
brúnir og engin augnahár . .. Jú,
en þau eru svo hvít að það er
varla hægt að sjá þau.“
„Nei, sjáið hvað augun í
henni eru skrítin! .. . Sjáið, sjá-
ið! Þau eru rau'ð, og þau hring-
snúast alveg eins og í hvítu
kanínunni sem ég fékk á pásk-
unum!“
Börnin þyrptust í kringum
mig og báðu mig að taka ofan
þykku lituðu gleraugun. Þau
gláptu á mig alveg eins og á
Sammy litla sem fæddur var
með sex fingur á hvorri hendi,
og Jenny litlu sem var með
stórt ör á kinninni eftir bruna-
sár.
Allt í einu varð mér innan-
brjósts eins og þeim hlaut að
vera — eins og sá sem er van-
skapaður eða með einhver lýti.
Að lokum ruddist ég út úr hópi
kvalara minna og hljóp inn í
skólann — hálfblind af því að
einhver galsafenginn strákur
hafði tekið gleraugun mín. Ég
komst inn í hálfrokkinn snyrti-
klefa telpnanna og þar hímdi
ég grátandi þangað til kennar-
inn fann mig og reyndi að
hugga mig.
Þegar ég kom heim sagði ég
kjökrandi við mömmu að ég
færi aldrei í skóla aftur. Eg
hataði börnin, sagði ég. Ég sá
foreldra mína líta hvort á ann-
að, ráðalaus.
Þá tók pabbi mig á kné sér
og reyndi á sinn klunnalega hátt
að skýra þetta fyrir mér. Börn-
in myndu hætta að stríða mér
þegar þau færu að þekkja mig,
63