Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 107
FJÁRSJÓÐURINN
ÚRVAL
það var leiðinlegt, elskan,“ sagði
hún blíðlega og kyssti hann.
„Mér þykir voðalega fyrir því.“
Hún gekk frá honum og fór
að laga púðana í sófanum. Von-
leysi hans var svo átakanlegt,
hann var orðinn svo samgró-
inn vonum sínum og áætlunum,
að hann varð forviða á still-
ingu hennar andspænis þessari
hrundu draumahöll. Þau þurftu
ekki að hafa neinar áhyggjur,
sagði hún. Hún átti ennþá nokk-
ur hundruð dollara í bankanum
af arfi foreldra sinna. Það var
allt í bezta lagi.
Lára fæddi barnið. Það var
stúlka, og þau skírðu hana
Rakel. Viku eftir barnsburðinn
kom Lára aftur í hliðargötuna
við Madison Avenue. Hún hafði
alla umsjá með barninu og sá
um matreiðslu og önnur heim-
ilisstörf eins og áður.
Imyndunarafl Ralphs var allt-
af jafn magnað og frjótt, en
hann virtist ekki geta hitt á
hæfileg viðfangsefni, þar sem
hann skorti bæði tíma og pen-
inga. Þau Lára lifðu einföldu
lífi, eins og allur fjöldinn af
fátæklingum, hvar sem er. Þau
fóru enn í leikhúsið, þegar ætt-
ingjar komu í heimsókn, og ein-
staka sinnum í samkvæmi, en
eina stöðuga samband Láru við
umheiminn komst á fyrir ann-
arra tilverknað, konu, sem hún
batt vináttu við í Central Park.
Hún eyddi oft seinni hluta
dagsins sitjandi á bekk í garð-
inum fyrstu árin eftir að Rakel
fæddist. Það var henni bæði
kvöl og ánægja. Hún kvaldist
af því að finna til fjötranna, er
á hana höfðu verið lagðir, og
naut þess að horfa upp í him-
ininn, komast út undir bert loft.
Eitt kvöld að vetrarlagi sá hún
konu, sem hún hafði hitt í ein-
hverju samkvæminu, og rétt
fyrir myrkur, þegar mæðurnar
voru að búa sig undir að aka
börnunum heim í frostbitrunni,
kom konan gangandi þvert yfir
leikvöllinn og ávarpaði hana.
Hún sagðist heita Alice Holins-
hed. Þær höfðu hitzt hjá Gal-
vins-fólkinu. Hún var snotur í
andliti og vingjarnleg og fylgdi
Láru að útjaðri garðsins. Hún
átti dreng á aldur við Rakel.
Konurnar hittust aftur næsta
dag. Þær urðu vinir.
Frú Holinshed var eldri en
Lára, en var unglegri í útliti og
hafði á sér ferskari blæ feg-
urðar. Hár hennar var dökkt,
svo og augun; fölt, kringlu-
leitt andlitið var smekklega
farðað, og röddin var hljóm-
fögur. Hún kveikti í sígarettun-
um með eldspýtum frá Storka-
klúbbnum og talaði um þau ó-
þægindi, sem því fylgdu að búa
með barn í gistihúsi. Ef Lára
saknaði nokkurs í lífinu, þá
kom það fram í vináttu hennar
við þessa laglegu konu, sem
gekk um dýrar verzlanir og
skemmtistaði eins og hún ætti
þar heima.
Það var vinátta, sem var nær
einvörðungu bundin við þann
97