Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 104
ÚRVAL
ir henni: „Louise! Louise!
Louise!“, og ákafinn í rödd
hans kom henni til að nema
staðar. Hann sagði, að sér hefði
skjátlast. Hann bað hana fyrir-
gefningar. Hann sagðist hafa
tekið hana fyrir stúlku, að nafni
Louise Hatcher. Hún væri svo
lík henni. Þetta var janúar-
kvöld, og húmað loftið lyktaði
af reyk, og þar sem hún var
skynsöm stúlka og einmana, þá
hún drykkinn, sem hann bauð
henni.
Þetta var á þriðja tug aldar-
innar, og þau voru ekki lengi
í tilhugalífinu. Þrem mánuðum
seinna giftu þau sig. Lára flutti
eigur sínar í hliðargötu við
Madison Avenue, þar sem Ralph
bjó á hæðinni fyrir ofan buxna-
pressara og blómasala. Hún
fékk sér starf sem einkaritari,
og laun hennar, að viðbættum
launum Ralphs hjá klæðasal-
anum, gerðu vart meira en að
hrökkva fyrir lífsnauðsynjum,
en þetta tilbreytingarlausa líf
sparneytni og vanefna virtist
ekki fá mikið á þau. Þau borð-
uðu miðdegisverð á bjórstofum.
Hún hengdi eftirlíkingu af „Sól-
blómum“ van Goghs yfir sóf-
ann, sem hún hafði keypt fyrir
hluta af þeirri naumu peninga-
upphæð, er henni hafði áskotn-
ast í arf eftir foreldra sína. Þeg-
ar frændur þeirra og frænkur
komu til borgarinnar, borðuðu
þau miðdegisverð á Ritz og fóru
í leikhúsið. Hún saumaði
gluggatjöld og burstaði skóna
FJÁRSJÖÐURINN
hans, og á sunnudögum lágu
þau í rúminu fram að hádegi.
Þau virtust standa við dyr alls-
nægtanna og Lára var oft að
segja fólki, hve ofsalega spennt
hún væri yfir nýja starfinu,
sem Ralph ætti í vændum.
Fyrsta ár þeirra í hjóna-
bandinu vann Ralph á kvöldin
að áætlun um vellaunað starf í
Texas, sem hann hafði fengið
loforð fyrir, en af ástæðum, sem
hann átti enga sök á, var það
loforð ekki haldið. Honum
bauðst staða í Syracuse ári
seinna, en eldri maður var þá
látinn ganga fyrir. Hann hafði
þá um langt skeið fengið mörg
girnileg tilboð og glæsileg fyrir-
heit, en allt brást það, þegar
til átti að taka. Þriðja árið á-
kvað fyrirtæki á borð við það,
sem Ralph vann hjá, að skipta
um eigendur, og Ralph var
spurður, hvort hann væri til í
að gerast starfsmaður hjá hinu
nýja fyrirtæki, sem hafði verið
aukið og endurbætt á margan
hátt. Starf Ralphs hjá klæðasal-
anum veitti honum litla trygg-
ingu, enda þótt hann hefði feng-
ið þar nokkra launahækkun og
hann varð feginn að losna.
Hann hitti nýju eigendurna og
þeir virtust hafa feikna áhuga
á honum. Þeir voru helzt á því
að gera hann að deildarstjóra
og borga honum tvöföld laun.
Hann var beðinn að halda þess-
um áætlunum leyndum í einn
eða tvo mánuði, meðan nýju
forstjórarnir væru að koma sér
94