Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 35
ATJGNÞJÁLFUN OG AKSTURSHÆFNI
tTRVAL
nægjulegri akstur. Og hér koma
svo reglurnar:
Horfiö langt fram, þegar þið
stýriö. —- Margir ökumenn
stjórna þannig, að þeir horfa
aðeins á vegbrúnina næst til
vinstri eða hvíta strikið milli
akreinanna til hægri. Þeir líta
bókstaflega ekki lengra en of-
an á vélarlokið eða hjólhlífina
— þeir horfa stutt. Slíkur öku-
maður, sem þarf að fara fram
úr stórum vörubíl og athugar,
hve nærri hann má fara með
vinstri hjólhlífina, ekur ósjálf-
rátt of langt til hægri og lend-
ir þá stundum yfir á hinni ak-
reininni í veg fyrir bíl úr gagn-
stæðri átt. Til að stjórna rétt,
er nauðsynlegt að horfa a. m.
k. 50 metra fram á við, á miöja
áætlaða ökuleið.
Fáir gera sér ljóst, að við
sjáum greinilega aðeins með
litlum bletti á miðhluta augans.
Þegar við horfum 30 metra
framundan okkur, er þetta
sjónsvið einungis hálfur annar
metri á breidd. Við 40 metra
er það tæpir 5 metrar á breidd
og við 300 metra er breiddin
tæpir 50 metrar. Flestir hlutir
sjást fyrst með sjónjöðrunum
(há-sjón, lág-sjón og hliðar-
sjón), sem verka eins og segull
á miðsjónina. Óreyndir öku-
menn og jafnvel margir þeirra,
sem vanir eru, nota ranglega
mið-sjónina til að stjórna með
og stara svo fast á sjálfan veg-
inn, að mikilvægar sveiflur í
umferðinni fara framhjá þeim.
Þið eigið að treysta mest á lág-
sjónina við sjálfa stjórn bílsins,
svo að sjónarsvið miðhluta
augans geti orðið sveigjanlegra
og gætt þess, sem er framund-
an og til hliðanna. Á beygjum
skuluð þið horfa vel fram fyrir
ykkur á miðja beygju brautina,
og mun þá bíllinn sveigja mjúk-
lega og halda réttri stefnu. Á
kvöldin er nauðsynlegt að horfa
sem bezt fram fyrir geislann
frá aðalljósunum og gæta vel að
öllum dökkum skuggum á veg-
inum. Ef slæmt skyggni neyðir
ykkur til að nota lág-sjónina til
að rata, dregur hámiðaða stýr-
isaðferðin ósjálfrátt úr hraðan-
um og veitir um leið aukið ör-
yggí-
Hafið sem víöast útsýni. —
Bíllinn á undan á aðeins að
skoðast sem lítill hluti af heild-
armynd vegarins. Haldið ykkur
nægilega langt á eftir honum
(a. m. k. eina bíllengd fyrir
hverja tíu hraðamílur), svo að
þið getið athugað hann með
sjónjöðrunum. Þá getið þið not-
að miðsjónina til að kanna um-
hverfið. Þið verðið þá strax vör
við allar breytingar á hraða og
stefnu annarra faratækja og
getið miklu betur áttað ykkur
á viðbrögðum ökumannanna, ef
eitthvað gerist skyndilega. Þið
fáið þá um leið tíma til að nema
staðar eða forða ykkur yfir á
aðra akrein. Það eru tvær mikl-
ar hættur því samfara að vera of
nálægt bílnum á undan. I fyrsta
lagi byrgir það fyrir ykkur út-
33