Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 29
MONACO — MINNSTA RlKI 1 HEIMI
ÚRVAL
sig ekki um hetjuljóma, heldur
beinharða peninga. Þeir vilja
fá túrista. Þeir vilja fá þjórfé.
Og þeir eru hyggnir, efnaðir og
tiltölulega hamingjusamir. Þeir
borga enga beina skatta, þeir
eru undanþegnir herskyldu af
öllu tagi, og þeim er bannað
að spila í Casínóinu. Þeir lifa
góðu lífi á glópsku annarra og
ég held að vitundin um það
auki jafnvel sætleik lífsins og
birtu sólarinnar.
Einhver kann nú að spyrja
hvort ekki séu einhverjir meðal
þeirra sem kysu heldur, t. d. að
gera hermennsku að atvinnu
sinni, heldur en að vera hótel-
stjórar, þjónar eða croupiers.
Því verður að svara neitandi.
1 her Monaco eru einungis sjálf-
boðaliðar, alls áttatíu, en af
þeim er enginn Monacobúi —
nema einn liðsforingi, og þó að-
eins að hálfu, því að hann er
franskur í aðra ættina. Já,
Monacobúar eru vissulega
hyggnir menn.
Gifting Rainiers prins og
hennar hátignar Grace prins-
essu vakti mikla athygli um
allan heim — nema í Monaco.
Monacobúar eru — eins og ég
sagði áðan — iðjusamir og
gæddir heilbrigðu brjóstviti.
Þeir ætlast til þess að prinsinn
geri skyldu sína, þjóni hags-
munum landsins og efli ferða-
mannastrauminn. Þjóðin lét sér
vel líka þegar prinsinn kvænt-
ist Grace Kelly, sem auk þess
að vera dáð Hollywoodleikkona
var dóttir amerísks fasteigna-
milljónara. En þeir æptu sig
ekki hása af hrifningu þegar
brúðkaupið fór fram. Og þegar
brúðhjónin komu heim úr brúð-
kaupsferðinni var ekkert til-
stand.
Fæðing frumburðarins, prins-
essu Caroline Louise Marguer-
ite, var aftur á móti almennt
fagnað. Ef prinsinn hefði dáið
áður en Grace prinsessa ól hon-
um dótturina, hefði Monaco sem
ríki liðið undir lok. Það hefði
þá orðið samkvæmt samningi
hluti af Frakklandi; Monacobú-
ar hefðu orðið Frakkar, þeir
hefðu verið kvaddir í franska
herinn og þeir hefðu verið
krafðir um skatta. Þeir höfðu
þessvegna þrefalda ástæðu til
að gleðjast við komu hins nýja
erfingja. Þeir höfðu lengi borið
nokkurn ugg í brjósti út af á-
huga prinsins á köfun í frosk-
mannabúningi sem er enganveg-
inn hættulaus íþrótt. Hér var
því um eitt heljarmikið fjár-
hættuspil að ræða, sem öll þjóð-
in tók þátt í, og það sem um var
spilað var tilvera hennar sjálfr-
ar, ef hún tapaði þá var lokið
tilveru hennar sem sjálfstæðrar
þjóðar.
★ 'á'
27