Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 95
VOGGLVISA
Saga
eftir Arnold Grisman.
EG fór að hugsa um það um
daginn, að það hefur aldrei
verið skrifað mikið um rúm.
Mig minnir að ég hafi heyrt
getið um bók eftir frakkneskan
mann, sem á að vera sjálfsævi-
saga sófa, en það er ekki það
sem ég á við, það væri lífsins
ómögulegt að skrifa um það
sem ég á við í sambandi við
sófa.
Ef til vill leikur yður for-
vitni á að vita, hvers vegna ég
fór að hugsa svona mikið um
rúm. Það byrjaði fyrir sex
mánuðum, þegar ég fékk
kvef og móðir mín vildi að ég
færi í rúmið, drykki eitthvað
heitt, setti á mig sinnepsplást-
ur og guð veit hvað. Hún var
að nudda í mér þangað til ég
lét undan, maður verður að
gera allt fyrir heimilisfriðinn.
Fyrstu dagana átti ég erfitt
með að hemja mig í rúminu og
hét því, að ég skyldi ekki liggja
mínútu lengur, þó að ég fengi
jafnvel svæsnustu lungnabólgu
fyrir vikið. En ég vandist leg-
unni smám saman, fór meira
að segja að kunna vel við mig.
Þegar ég var búinn að vera viku
í rúminu, ákvað ég að liggja
dálítið lengur, þetta var svo
mikið nýnæmi fyrir mig. Þegar
ég sagði heimilisfólkinu frá
þessu, hélt það að þetta væri
stríðni í mér. Því fannSt þetta
vera heljar mikið grín. Pabbi
gamli fór að syngja: ,,Villi ætl-
ar að eyða ævi sinni í rúminu",
eins og það væri brot úr ljóði,
gamla söngnum eftir Irving
Berlin, og svo blístraði hann
milli gervitannanna eins og
hann er vanur þegar honum
finnst eitthvað vera hlægilegt,
og svo hlógu þau öll.
Eftir hálfan mánuð varð þeim
Ijóst, að ég var ekki að gera
að gamni mínu. Ég heyrði að
þau voru að pískra um málið í
hinu herberginu, reyna að taka
einhverja ákvörðun. Svo kom
pabbi gamli inn og tók sér stöðu
við rúmgaflinn. Hann stóð þar
góða stund og horfði á mig og
það komu viprur í andlit hans
eins og hann ætlaði að fara að
gráta og hann sagði: „Hver
veit nema það hafi komið eitt-
hvað fyrir þig í herþjónustunni,