Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 79
HAGNÝTING SÓLORKUNNAR
hagnýting sólorkunnar er: allt
frá eldunartækjum, sem spæla
egg og steikja kjöt, upp í flókin
vísindatæki, sem notuð eru til
að fullkomna þotuhreyfla og
geimför. Og það sem mikilvæg-
ast er af öllu: þau lönd, er fram
að þessu hafa haft gnægð af
sólskini en verið fátæk að auð-
lindum, fá nú nýja von, og þess-
ar svokölluðu auðnir eða þurru
lönd eru hvorki meira né minna
en einn þriðji af föstu yfir-
borði jarðarinnar.
Það var furðulegur heimur,
er opnaðist mér á þessari ráð-
stefnu, og mig langar til að
gefa ykkur, lesendur góðir, of-
urlitla hlutdeild í því mikla æv-
intýri. Við skulum skyggnast
um og sjá, hvað fyrir augun ber.
Frakkland.
Við erum stödd í sólorkuver-
inu í Mont-Louis í Pyrenea-
fjöllum. Geysistórum spegli er
beint að litlum palli, þar sem
komið hefur verið fyrir skammti
af hvítu dufti, zirconium oxyd.
Þegar. geislarnir frá brenni-
depli spegilsins falla á duftið,
sézt 'skyndilega skær, hvítur
blossi — efnið hefur breytzt
í hita.
Bræðslumark zirconium ox-
yds er 2700° C, en hitinn, sem
myndast í brennidepli sólspeg-
ilsins, er nærri 3000° C, og í
gegnum dökk gleraugun virðist
okkur brennandi duftið líkjast
eldfjalli í sköpun á einhverju
fjarlægu jarðsögutímabili.
ORVAL
Mikil eftirspurn er nú eftir
þessu svokallaða ,,sólar-zircon“,
sem framleitt er í Mont-Louis.
Eitt fyrirtæki í París hefur
keypt nokkúr tonn af því til
að nota í bræðsluofna, þar sem
sérstakir málmar eru bræddir,
því að unnt er að hækka hita-
stigið að mun, eftir að hið nýja
efni kom til sögunnar.
I Odeillo, skammt frá Mont-
Louis, er nú verið að reisa sól-
ofn, sem á að hafa stærri speg-
il en áður hefur þekkzt, nærri
40 metra háan og yfir 50 metra
á breidd. Þegar hann hefur ver-
ið tekinn í notkun, verður zir-
con-framleiðslan 2400 kg á dag
í stað 60 kg nú. I Odeillo verð-
ur unnt að framleiða 10-—20
tonn af stáli á dag, því að orkan
frá 'sólofninum jafngildir 1000
kílóvatta raforku.
Feliz Trombe, prófessor, er
stjórnar orkuverinu í Mont-
Louis, hefur mikinn áhuga á
að hagnýta sólorkuna í hinum
þurru löndum jarðarinnar.
Málma, sem finnast í Sahara
mætti bræða þar syðra í sólofn-
um. Verkamennirnir gætu lát-
ið sólina lofttempra húsin og
rækta matinn í gróðurhúsum.
Sólofnarnir í Pyreneafjöllum
eru ekki eina dæmið um það,
hvernig Frakkar hafa beizlað
orku sólarinnar. Sólknúnir hita-
vatnsgeymar eru ekki óalgeng
sjón bæði í Norður-Afríku og á
Miðjarðarhafsströnd Frakk-
lands. Eitt af frönsku fyrirtækj-
unum, er framleiðir hitara, aug-
69