Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 101
V ÖGGUVlS A
ÚRVAL
hætti bara að færa mér matinn.
Ég minntist heldur ekki einu
orði á það. Ég lá tvo daga í
rúminu matarlaus. Þriðja morg-
uninn færði hún mér matinn á
bakka eins og hún var vön.
Hún setti bakkann á lítið borð
sem stóð hjá rúminu. Hún leit
ekki á mig, setti aðeins bakk-
ann á borðið. Allt í einu fór
hún að tala, ekki við mig, jafn-
vel ekki við sjálfa sig. Orðin
streymdu af vörum hennar, án
þess að hún virtist taka eftir
þeim. ,,Hvar sem ég fer um
nágrennið, glápir fólk á mig,“
sagði hún. „Konan, sem á vit-
lausa soninn. Hann kom úr
stríðinu og fór í rúmið, og það
er ómögulegt að koma honum
á fætur aftur. Hann liggur í
rúminu allan liðlangan daginn.
Maður, sem hagar sér svona,
hlýtur að vera sturlaður." Hún
þagnaði andartak og svo hélt
hún áfram eins og hún væri
að þylja bæn, sem hafði hvorki
upphaf né endi. „Veslings Rut.
Veslings, veslings Rut, nú vill
enginn giftast henni, stúlku,
sem á brjálaðan bróður, sem
vill ekki fara úr rúminu. Hún
svona lagleg stúlka og það vill
enginn giftast henni. Hann er
kolbrjálaður, segir fólk. Hver
vill giftast stúlku, sem á kol-
brjálaðan bróður? Ég ligg and-
vaka á nóttunni og hugsa um
það. Ég græt í hljóði svo að
Dave heyri það ekki, en ég veit
að hann er líka vakandi. Ég
spyr guð, hvað ég hafi brotið
af mér, að ég skyldi eignast
slíkan son. Þegar ég fer á fæt-
ur á morgnana, er ég öll út-
grátin.“
Hún sagði margt fleira. Ég
man ekki eftir því öllu, en það
skiptir ekki máli, það var allt
í sama dúr. Eftir stundarkorn
fór hún út úr herberginu, orð-
in streymdu af vörum hennar
eins og hún væri að lesa bæn,
sem hafði hvorki upphaf né
endi.
Síðan hafa þau látið mig í
friði, ég sé þau sjaldan. En ég
heyri í þeim í hinu herberginu.
Þau tala alltaf í hálfum hljóð-
um eins og það sé sjúklingur
á heimilinu.
1 fyrstu langaði mig mest
til að fá að vera í friði, en ég
er ekki eins hrifinn af því núna,
þegar þau fara með mig eins
og dauðvona mann. Ég ligg
bara hérna, það er kyrrlátt og
rólegt, en stundum velti ég því
þó fyrir mér, hvers vegna ég
tók upp á því að liggja í rúm-
inu. Ég var ekki með neinar
slíkar hugmyndir þegar ég fór
úr hernum, ég ætlaði mér að
fara úr herþjónustunni og fá
mér starf eins og aðrir. Það
var ekki fyrr en ég var búinn
að vera í rúminu í nokkra daga,
að mér varð ljóst, hve erfitt
það er að vinna fyrir sér, allt
þetta amstur og bjástur. Og til
hvers? Til þess að verða gamall
og þreyttur og áhyggjufullur
eins og pabbi gamli ? Það er svo
friðsælt og rólegt í rúminu.
91