Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 116
tíRVAL
Nýkomin dökk sparifata-
efni, saumum sem fyrr
eftir nýjustu tízku. Látið
eftir yður þá vellíðan sem
fæst með því að ganga
vel til fara.
HREIÐAR JÓNSSON
KLÆÐSKEHI
Laugaveg 11 Sími 1-69-28
F JÁRS J ÓÐURINN
henni að þvo upp diskana. Hann
leitaði uppi verksmiðju Ha-
daams á kortinu, og spánska
borgarnafnið á ströndinni fyrir
norðan San Francisco gaf þeim
bendingu um ánægjulegt fram-
tíðarheimili.
Það var enn vika þangað til
Ralph gat átt von á, að Hadaam
hringdi, og hann vissi, að ekki
yrði hægt að ganga frá neinu
fyrr en á þriðjudag. Hugsan-
iegt var líka, að Hadaam gamli
skipti um skoðun á hinni þægi-
legu ferð vestur á bóginn.
Kannski fengi hann eitraða
fiskisamloku og yrði fluttur úr
lestinni í Chicago til að deyja
þar á hjúkrunarheimili. Vel gat
verið, að lögfræðingur hans
segði honum þau tíðindi við
komuna til San Francisco, að
fyrirtækið væri komið á haus-
inn eða frúin strokin að heim-
an. Að lokum fór þó svo, að
Ralph gat ekki hugsað upp
fleiri slys til handa herra
Hadaam, og hann hætti meira
að segja að trúa á þau, sem
þegar liöfðu fæðzt í heilabúi
hans.
Þessi vanhæfni hans á að
haida áfram að efast um heppni
sína, benti til veiklyndis, en
hann var nú líka kominn undir
fertugt og hárið farið að grána.
Það hafði varla liðið svo dagur,
að hann hefði ekki fundið fyrir
valdi peninganna, en máttur
þeirra var ómótstæðilegastur
þegar hann tók á sig dulargervi
loforðanna, og ár sífelldrar
106