Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 126
ÚRVAL
við vefstól, og hún handlék
prjóna og flöskur, bursta og
greiður með ósjálfráðri lagni
vefarans, eins og það væri hluti
úr stærra verkefni. „Það var
eins og fjársjóðurinn . . .“
Þetta orð kom honum á ó-
vart, hann sá sem snöggvast
gull og gimsteina allra alda.
grafna í daufu skini regnbog-
ans, og það var eitthvað svo
frumstætt við þessa leit hans,
að það kom yfir hann eins og
reiðarslag. Vopnaður beittri
reku og heimatilbúnum spá-
kvisti hafði hann klifrað yfir
fjöll og firnindi, í þurrki og
steypiregni, og grafið alls stað-
ar þar sem uppdráttur hans
sýndi gull fólgið í jörðu. Sex
skref austur af dauðu furunni,
fimm þilborð frá bókasafnsdyr-
unum, undir þrepinu, sem brak-
aði í, við rætur perutrésins, und-
ir vínviðarrunnanum lá bauna-
potturinn, barmafullur af gulli
og silfri.
FJÁRSJÓÐURINN
Hún sneri sér í stólnum og
teygði granna handleggina í átt-
ina til hans, eins og hún hafði
gert þúsund sinnum áður. Hún
var ekki lengur ung, og hún
var fölari en grennri en hún
hefði verið, ef hann hefði fund-
ið gulldúkatana til að létta á-
áhyggjur hennar og erfiði. Bros
hennar og naktar axlir voru nú
ekki lengur óræðar táknmyndir
í mynztri óska hans og vona,
og Ijósið frá lampanum sýndist
bjartara og hlýrra og fyllti hug-
ann þeirri ólýsanlegu ánægju,
þeirri blessun, sem skin vor-
sólarinnar færir öllum þreytt-
um og örvilnuðum mannanna
börnum. Þráin til hennar gerði
hann bæði glaðan og ringlaðan
í senn. Hér var það, hér var
það allt, sem hann þráði; hon-
um sýndist bjarmi gullsins
leika um granna handleggi
hennar.
'k r
Spádómur.
Þegar Nancy, dóttir sagnfræðing'sins Lloyd Lewis, var sex ára,
tók faðir hennar hana með sér á hersýningu.
„Hvað eru mennimir að gera?“ spurði Nancy.
„Þeir eru að æfa sig undir að heyja stríð,“ sagði Lewis.
„Stríð? Hvað er eiginlega stríð, pabbi?“ spurði Nancy.
„Það er dálítið erfitt að skýra það, Nancy mín. Margir menn
fara í einkennisbúning, eins og þessir menn þarna, og sama
gera margir menn í öðru landi, og svo mætast þeir og reyna
að skjóta hver annan.“
Nancy þagði stundarkorn. Svo sagði hún: „Pappi, veiztu
hvað ég held að verði?"
„Nei, vina? Hvað verður ?"
„Ég held að einhverntíma verði stríð, en enginn komi!“
— Christian Science Monitor.
116