Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 55

Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 55
HÁLFUR MAGI BETRI EN ENGINN HRVAL stafar oft af sári í maganum, sem getur ekki læknast vegna of mikillar sýrumyndunar. Áhyggjur eru oft og tíðum meginorsökin til þess að sýru- magnið eykst, en óhóflegar sígarettureykingar eiga líka mikinn þátt í því. Þetta tvennt myndar hreinustu svikamyllu. Því meiri áhyggjur sem við höf- um, því meira reykjum við. Léttum af okkur áhyggjunum og hættum að reykja, og við skulum sjá til að magasjúkling- unum fer fækkandi. En því miður er það algeng- ara, að áhyggjur og óhóflegar reykingar fari í vöxt. Magasár- ið verður langvinnara og erfið- ara viðfangs. Margir sjúkling- ar leita heldur ekki læknis. Þeir treysta á mátt grasanna, pill- urnar úr lyfjabúðinni eða ráð- leggingar vina sinna. Þeir þora stundum ekki að líta inn á spítalana, af ótta við að lækn- irinn fyrirskipi þá uppskurð. Enn eru svo þeir, sem kveljast af hugsýki og þykjast vissir um, að þeir séu með ólæknandi krabba. Það er öðru fremur þetta fólk, sem þarfnast aðstoð- ar heimilislæknisins og þeirrar hughreystingar, er hann getur veitt. I rauninni verða sár í maga eða skeifugörn mjög sjaldan krabbameinskennd. Til dæmis er magakvöl alls ekki eitt af fyrstu einkennunum um krabba- mein í maganum. Verkurinn er einfaldlega merki þess, að eitt- hvað sé að. Og það er læknir- inn, sem á að komast eftir hvað það er og hvað þurfi að gera. Aldrei hafa skurðaðgerðir við magasári gefið betri raun en einmitt á síðustu árum. Menn vita nú langtum betur en áður, hvers eðlis sjúkdómurinn er og hvað er í raun og veru að gerast í maganum. Skurðlæknirinn hef- ur yfir að ráða nýrri þekkingu, nýjum lyfjum og nýrri tækni, sem gera aðgerðina áhættu- minni fyrir sjúklinginn, og það sem meira er um vert, gera sjúklinginn hæfari til að gang- ast undir aðgerðina. Ráða má bót á blóðleysi áður en uppskurður fer fram, með því að gefa sjúklingnum járn- lyf eða með beinum blóðgjöfum. Hægt er að kenna sjúklingnum að auka starfshæfni lungnanna með djúpum öndunaræfingum. Það er mikilvægt, flýtir fyrir bata og minnkar stórlega hætt- una á lungnalömun og lungna- bólgu eftir uppskurðinn. Eins og íþróttamaður æfir sig undir keppni, æfir sjúklingurinn sig undir aðgerðina. Og þá gengur allt eins og í sögu. Ný svæfinga- og deyfilyf fyr- ir uppskurð gera sjúklingnum lífið léttara. Með því að sofa vært og lengi nóttina á undan aðgerðinni, vaknar sjúklingur- inn hress og endurnærður, full- ur bjartsýni. Sama morguninn fær hann eitthvað að drekka, svo að hann kvelst hvorki af 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.