Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 21
TjRVAL
vor og foreldra vorra. Barátt-
an fyrir sjálfsforræði — fyrir
frelsi manndóms og kvendóms
sem andstæðu við undirgefni
bernskunnar — er ekki einungis
baráttan fyrir því að brjóta af
sér drottinvald, heldur einnig
að reisa það að nýju. Sjónarmið
æskunnar er dýrmætt, af því að
það er í eðli sínu byltingarkennt
og krefst- réttlætis. En hið sanna
er,. að þótt vald foreldranna
virðist mikið, eru þeir ekki upp-
hafsmenn ranglætisins heldur
erindrekar þess.
Leikrit sem hefur hvorki vilja
né getu til að teygja sig út fyrir
þessi takmörk, afsalar sér með
því tækifæri til að rísa í þá hæð
sem það er borið til. Hið bezta
í leiklist vorri stendur á tánum
og bisar við að horfa yfir axlir
feðra og mæðra. Hið versta ger-
ir sér mat úr og veltir sér upp
úr sjálfsmeðaumkun æskunnar
og æsandi skráargatakynórum.
Leiðin út er alltaf % gegn, eins
og skáldið sagði. Vér finnum
hana ekki með því að þyrpast
inn að miðdepli töfrahringsins,
með því að ástunda æ meiri
natúralisma í samtölum og leik,
þetta sem vér segjum að sé „eins
og klippt út úr lífinu“, en er
gagnvart lífinu eins og orðróm-
ur gagnvart sannleikanum; ekki
heldur með því að leggja oss
eftir tilfundnum, skáldlegum
stíl, né með því að hneyksla
góðborgara með enn fleiri upp-
Ijóstrunum og afhjúpunum um
heimilislífið og yfirdrepskap
SKUGGAR GUÐANNA
þess. Ekki munum vér heldur
brjótast út úr töfrahringnum
með því að skrifa „problem-leik-
rit“. Það sem vér þurfum að
gera er að rekja örlagaþráðinn
sem tengir einstaklinginn við
veröldina og áhrifin sem berast
fram og aftur um þann þráð.
Vér höfum senn gjörnýtt ríki
„tilfinninganna", sem er veröld
æskunnar hreinræktuð.
SKUGGI af maískólf á jörðinni
er undurfagur, en það er
ekki afneitun á fegurð hans þótt
vér gerum oss ljóst þegar vér
horfum á hann, að hann mælir
stundir dagsins, stöðu jarðar-
innar og sólarinnar, stærð þess-
arar plánetu vorrar og lögun,
og jafnvel einnig ævilengd henn-
ar og vora meðal stjarnanna.
Það er skoðun mín, að ef leik-
list vorri tekst ekki að hefja
sig yfir tilfinningarnar, til mats
á veröldinni, muni glöggsýni
hennar á mannlegt sálarlíf verða
æ takmarkaðri og leikmanns-
legri. Vér munum þá verða
bundin við það að skrifa um
,,Ödipus“ án þess pestin komi
þar við sögu, harmleik sem er
einkamál Ödipusar án tengsla
við örlög þjóðar hans, um Ödi-
pus sem getur ekki rifið úr sér
augun af því að hann skortir
mælikvarða til mats á sjálfum
sér; í stuttu máli: um Ödipus
sem í stað þess að rífa úr sér
augun þegar hann fær að vita
að hann hefur gerzt sekur um
sifjaspell lætur sér nægja að
19