Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 20
TJRVAL
ustu hvötum. Það ér nógu stór-
brotin stofnun til þess að vera
krufin hlífðarlaust til mergjar
og jafnvel skekin að grunni og
brotin niður. En hér fer eins
og í „Dagbók Önnu Frank“:
hefði hin leynda ögrun fengið að
þroskast til fulls, værum vér
ekki lengur bundin af forvitni
vorri eða vorkunnsemi í garð
einhvers annars, heldur þeirri
ógn sem uppáfellur þegar vér
verðum í sannleika að réttlæta
þær tilgátur vorar sem öllu
varða. Ég held að ekki verði
hjá því komizt að knýja föð-
urinn í þessu leikriti til þess að
réttlæta veröld sína, og þá um
leið Brick til þess að réttlæta
dauðadóm sinn yfir henni.
Spurningin um rétt veraldar-
innar til þess að krefjast end-
urnýjunar, þótt hún sé ekki
verðug endurnýjunar, er stór-
brotin í tign sinni, og þeir sem
hafa spurt veröldina þessarar
spurningar þekkja fullvel högg-
in undan refsivendi hennar.
Það sem ég bið um er blátt
áfram, að leikritið reki til svars
spurninguna sem það vekur. En
til þess nægir ekki sjónarmið
unglingsins. Mót vilja sínum
stendur faðirinn andspænis því
vandamáli að sonurinn sem
hann ann heitast afneitar hon-
um og veröld hans. Og það sem
verra er, hann verður að af-
henda þessa veröld sína þeim
syninum sem sízta verðleika
hefur, ef allt annað bregst. Ofar
einstaklingssjónarmiðum föður
SKUGGAR GUÐANNA
og sonar birtist þriðja sjónar-
miðið, sjónarmið áhorfendanna,
samfélagsins, mannkynsins. Það
er sjónarmið sem verður, eins
og ég hef áður sagt, að meta
spurninguna um rétt samfélags-
ins til að lifa áfram, og enn-
fremur spurninguna um örlög
hinna næmgeðja og réttsýnu
sem lifa í flekkaðri veröld valds
og ágirndar. Þegar alls er gætt
verður ekki komizt hjá því að
einhver haldi um stjórnvölinn;
þetta er vandinn mikli, harm-
saga mannsins, og hann er æsk-
unni ofvaxinn. Einhver verður
að stjórna rangsleitninni, eða
tortíma veröld hennar með því
að neita að endurnýja hana, eða
með því að berjast gegn rang-
lætinu, eða með því að lýsa yfir
afskiptaleysi sínu og kald-
hyggju. Skilorð þess að Brick
öðlast aftur getu sína til ásta
bíða þess árangurslaust að
verða skilgreind, og leikritinu er
þannig meinað að rísa í þá hæð,
sem efni hefðu annars staðið til.
'C'G ENDURTEK, að ég er ekki
að gagnrýna þetta leikrit,
heldur að leitast við að draga
útlínur þess sjónarmiðs sem það
speglar. Ekki er þetta heldur
spánný hugmynd sem aldrei
hefur áður verið boðuð. Einu
gildir hvort það er Tolstoj,
Dostojevski, Hemingway, þér
eða ég, öll mótumst vér í þess-
ari veröld sem synir og dætur,
og fyrstu sannindin sem oss op-
inberast valda árekstrum milli
18