Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 36
■ORVAL
AUGNÞJÁLFUN OG AKSTURSHÆFNI
sýnið og í öðru lagi getur hin
skarpa miðsjón ykkar orðið svo
bundin við afturstuðara hins
bílsins, að þið sjáið alls ekkert
í kringum ykkur.
Hreyfið augun sem mest. —
Venjið ykkur á að hreyfa aug-
un að minnsta kosti aðra hverja
sekúndu (augun senda venju-
lega 40 fullkomnar myndir til
heilans á sekúndu). Ef eitt-
hvert atvik í umferðinni vekur
snögglega athygli ykkar, skul-
uð þið þegar í stað gera ráð-
stafanir til að draga úr hraðan-
um, skipta um akrein eða gefa
hljóðmerki -— eða allt þetta í
senn ef þörf gerist — svo að þið
getið beint augunum í aðra átt.
Ef þið venjið ykkur ekki á þess-
ar augnhreyfingar, getur svo
farið, að þið einblínið á eina
umferðatruflun, en anið blind-
andi út í aðra. (Þannig fór bíl-
stjóra nokkrum, sem var svo
upptekinn af að sleppa fram-
hjá röð bila á þröngu stæði, að
hann sá ekki barn, sem hljóp
út á götuna fyrir framan hann.
Hann hafði fótinn enn á benzín-
gjöfinni, þegar bíllinn rakst á
barnið og varð því að bana).
Lítið í hliðarspegilinn á fimm
sekúndna fresti, ef mikil um-
ferð er á undan eða eftir. Lítið
strax í hann, ef þið sjáið að
umferðin á undan ykkur hægir
á sér. Áður en þið skiptið um
akrein, skuluð þið athuga það,
sem á eftir ykkur er og líta
jafnframt til hægri eða vinstri
til að fullvissa ykkur um, að
enginn bíll lendi í „blinda blett-
inum“. Þegar þið nemið staðar
við umferðaljós, skuluð þið
gæta vel að umferð úr þver-
götum áður en þið haldið á-
fram á grænu ljósi; fyrstu þrjár
sekúndurnar eftir að skiptir
um ljós eru hættulegastar.
Flestir ökumenn halda, að þeir
hreyfi augun miklu meira en
þeir gera í raun og veru. Algeng-
asta röksemdin eftir slys er lík-
lega þessi: ,,Ég sá hann ekki.“
Hafið „rúmgott“ um ykkur.
— Flestir ökumenn hafa til-
hneigingu til að aka þétt sam-
an. En vitur bílstjóri bægir
hættunni frá með því að hafa
rúmgott kringum bílinn, og
hann hægir ósjálfrátt ferðina,
þegar útsýni er byrgt af hæð-
um, beygjum, blindhornum, bíl-
um, er standa við vegarbrún,
eða slæmu veðri. Sleppið ekki
þessu vegrými til þess eins að
komast fram úr næsta bíl í
röðinni. Þegar mikil umferð er,
skuluð þið gæta vel að umferð-
arhnútunum, svo að þið getið
komizt á tafminni akrein — en
farið aftur yfir á vinstri ak-
reinina eins fljótt og auðið er.
Ökutæki, sem er fast á eftir
ykkur, getur verið hættulegt;
haldið vegrými ykkar með því
að hleypa því fram úr.
Gœtið þess, að aðrir ökumenn
verði yíckar varir. — Þegar
þannig er ástatt í umferðinni,
að þið verðið að treysta á gætni
annarra ökumanna, skuluð þið
fullvissa ykkur um, að þeir
34