Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 59
,SÝN MÉR TRÚ ÞlNA AF VERKUNUM' ‘
ÚRVAL
skjátlast líka á hinn bóginn í
ýmsu. Það þarf engan Afríku-
sérfræðing til að skilja, að það
er eitthvað bogið Við það þjóð-
félag, þar sem sumir velta sér
í auðlegð á bæði borð, meðan
aðrir svelta heilu hungri.
— Hverjir eiga þá að segja
álit sitt á Afríku? spurði ég.
Þeir sem hafa rakað saman fé
á auðlindum hér syðra?
— Hafið þér hitt föður Temp-
els, sagði forstjórinn, án þess
að grípa á lofti skeytið, sem ég
hafði sent honum. Placide
Tempels ?
Ég hafði heyrt þetta nafn
í sambandi við bók um heim-
speki bantu-þjóðarinnar, braut-
ryðjanda verk, sem hafði komið
mikilli ólgu af stað.
Við hittum föður Tempels,
bróður af reglu hinna hvítu
feðra, á kaffihúsi í borgar-
hverfi svertingjanna. Ölflaska
stóð á borðinu fyrir framan
hann. Gólfið flaut í sígarettu-
stubbum og pappírssneplum.
Svertingjastelpa með há brjóst
sat hreyfingarlaus fyrir fram-
an flöskumar í barnum.
Andlit föður Tempels var á-
berandi rautt og hrukkurnar
voru djúpar, eins og á fiski-
manni eða gamalli bjarnar-
skyttu. En augun voru vinaleg
og full af f jöri.
— Þegar svertingjarnir
spjalla saman, hóf hann máls,
kemur sama orðið stöðugt fyrir
aftur og aftur. Það er kraftur
eða lífskraftur. Menn heilsa
hver öðrum með því að segja
„þú ert sterkur" eða ,,þú átt
kraftinn“. Hugsanir og gerðir
bantu-þjóðarinnar verða mönn-
um hulin ráðgáta, ef þeir gefa
ekki gaum að trúnni á lífskraft-
inn.
Innsta eðli allra hluta álítur
bantu-negrinn kraftinn., Þegar
hann talar til dæmis um kraft
mannsins, á hann ekki aðeins
við það sem manninum viðkem-
ur, heldur líka allt það, sem
gerir manninn að því sem hann
er. Það er gömul hefð meðal
Bantu-þjóðarinnar að skipta
manninum í fernt: líkamann,
skuggann, andardráttinn og —
manninn sjálfan. Það er þetta
sjálf mannsins, sem er kraft-
urinn. Þar sem við sjáum hluti
og lifandi verur, sér bantu.-negr-
inn ólíka krafta. Því að kraft-
urinn er ekki einungis innsta
eðli allra lifandi vera, heldur
líka dauðra hluta. Allt í tilver-
unni byggist þannig á einu alls-
herjar lögmáli.
Það er einkennandi fyrir lífs-
kraftinn, að hann getur styrkzt
eða veikzt og að hann fær ekki
staðizt nema í snertingu við
aðra krafta. Tvær persónur,
sem búa hlið við hlið hafa á-
hrif hvor á aðra, hvort sem
þeim líkar betur eða verr. Ann-
að hvort eru þær vinir eða ó-
vinir. Það eru til bæði yfir-
burðakraftar og undirokaðir
kraftar. Maðurinn er alla ævi
kraftur, sem stendur undir yf-
irráðum föður eða móður. Dauð-
57