Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 82
ÚRVAL
Bandaríkin.
Fyrir nokkrum árum var lit-
ið á vísindamenn, er unnu að því
að beizla orku sólarinnar, sem
einhverja „skýjaglópa“, fikt-
andi við eitthvað, sem þeir báru
ekki skynbragð á. Nú er öldin
önnur. Hagnýting sólorkunnar
er nú orðinn sjálfsagður liður
í iðnaði Bandaríkjanna.
Ein athyglisverðasta mark-
aðsvara Bandaríkjamanna á
sviði sólvirkjunar er „silicon
ljósefnasellan“, sem Bell-síma-
félagið hóf framleiðslu á fyrir
nokkrum árum. Nú eru fram-
leiddar mörg þúsund silicon-
sellur á mánuði vestanhafs. Þær
eru m. a. notaðar í vitaljós,
baujur og önnur leiðarmerki við
siglingar. Stundum eru notaðar
alt að 3600 í einu.
Sellur þessar ganga almennt
undir nafninu ,,sólarrafhlöður“.
Hver sella er aðeins sneið af
einum silicon-kristal. Þegar
sólskin er, breytir hún 8—14%
af orku sólarinnar í raforku —
og er það miklu meiri nýting en
við aðrar aðferðir. Rafmagnið
er svo leitt í geyma til nota
fyrir vita eða útvarp að nætur-
lagi.
Enginn veit með vissu, hve
lengi silicon-sellan endist, en á-
ætlað er, að það skipti ára-
tugum. Verðið, sem lengi ýel
var geypihátt, fer stöðugt lækk-
andi og er nú ekki lengur ó-
viðráðanlegt.
HAGNÝTING SÓLORKUNNAR
Plastið — þetta undraefni
— á áreiðanlega eftir að koma
í góðar þarfir í sambandi við
hagnýtingu sólorkunnar. Það
hefur marga kosti fram yfir
gler. Það er ódýrara, þægilegra
til mótunar í sérstaka lögun
(svo sem við gerð fleygboga-
spegla) og ekki eins brothætt.
Du Pont fyrirtækið er þegar
byrjað framleiðslu á veður-
þolnu, glæru plasti — svoköll-
uðu mylar — og er að gera
tilraunir með annað. Þetta efni
er notað í gróðurhús og á sjálf-
sagt eftir að koma mikið við
sögu hinnar nýju „sólorkualdar“.
I Lexington hefur verið
byggt sannkallað sólarhús,
tveggja hæða. Sá hluti þaksins,
er snýr mót suðri, er glerflötur,
sem tekur á móti sólargeisl-
unum, en undir eru aluminíum-
plötur, málaðar svartar, til að
þær drekki sem mest í sig af
hitanum. Sólin hitar síðan bæði
upp húsið og sér íbúunum fyrir
heitu vatni. Þar er þó olíu-
kyndingartæki, sem hægt er að
grípa til, ef í nauðirnar rekur.
Margt fleira hafa Bandaríkja-
menn á prjónunum, m. a. gerð
smárra sólorkustöðva, er gætu
komið í góðar þarfir í löndum,
sem skammt eru á veg komin í
iðnaði.
Loks má geta þess, að bæði
Bandaríkjamenn og Rússar hafa
útbúið síðustu gervitungl sín
með rafhlöðum, sem fá orku
frá sólinni.