Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 49
GEIMFARI Á ANNARRI PLÁNETU
ÚRVAL
benti mér að skrifa kvittun, sem
hann ætlaði svo að skrifa undir.
Ég var svo skjálfhentur, að ég
missti pennann í gólfið, en liðs-
foringinn gekk með hann út í
hom, athugaði oddinn og muldr-
aði eitthvað, sem ég heyrði ekki.
Svo kom hann aftur, vafði dag-
folaði í flýti utan um eigur mín-
ar, stakk þeim inn í peninga-
skáp og öskraði fyrirskipanir.
Tveir varðmenn steyptu sér yfir
mig, og ég gekk á milli þeirra
með hattinn í hendinni yfir flóð-
lýst torgið. Skyndilega var mér
innanbrjósts eins og njósnara.
Við gengum inn í aðalbygg-
inguna, námum staðar við dyr,
og svo var mér vísað inn í þægi-
legt lítið herbergi, með borði,
rúmi og gylltum stofustól.
,,Gott?“ spurði þúfunefjaði
varðmaðurinn eins og stoltur
húsráðandi.
,,Gott,“ samsinnti ég í sak-
leysi mínu.
Dymar lokuðust og ég heyrði
lykli snúið í skrá. Ég tók eftir,
að það voru rimlar fyrir glugg-
anum.
„Halló, þið þarna!“ kallaði ég.
Svo var þögn . . . Ég fann
hitann af óvörðu loftljósinu
leika um höfuðið á mér. Það var
eitthvert kynlegt hljóð í hálsin-
um á mér — sambland af hlátri
og kjökri. Stígvélaglamur á
ganginum fyrir utan. En svo
hvarf það og ég heyrði hurð
skellt á næsta herbergi, og ein-
hver hóstaði. Það var þá ein-
hver annar í sömu sporum og
ég, innilokaður, einn og yfirgef-
inn í sterku rafljósi. Eg heyrði
andardrátt sjálfs mín. Allt í einu
fékk ég kast og byrjaði að lemja
hurðina með hnefunum. Ek^ert
svar. Ég tók af mér skóna,
slökkti ljósið og lagðist upp í
rúmið. Um leið var kallað: „Ekki
þetta, félagi!“ Ég átti auðsjáan-
lega að hafa Ijósið. Ég settist
upp, kveikti, og notaði hattinn
sem hlíf fyrir birtunni.
Dyrnar opnuðust mjög hljóð-
lega. Lágvaxinn maður í brún-
um fötum stóð á þröskuldinum
og virti mig fyrir sér. Svo kom
hann inn. „Ég er úr leynilög-
reglunni," sagði hann. „Ég tala
svolítið í ensku.“ Ég flýtti mér
að bjóða honum sæti í gyllta
stólnum og fór að útskýra fyrir
honum með mestu ákefð, hvern-
ig á ferðum mínum stæði og að
ég væri alls enginn njósnari.
Hann kinkaði kolli eins og hann
skildi þetta allt, blés sígarettu-
reyknum upp í loftið og sagði
hvað eftir annað dapur í bragði:
„En þér voruð á rússneska her-
námssvæðinu.“
Ég varð hávær. Orð eins og
„heilbrigð skynsemi“ og „mann-
legt velsæmi“ ultu út úr mér
og ég var svo hrærður, að það
komu tár í augun á mér. „Mann-
úð,“ sagði ég skjálfraddaður. En
hann hélt áfram að endurtaka í
sífellu: „Þér voruð á rússneska
hernámssvæðinu.“ Loks sagði
hann þó: „Ég skal athuga, hvað
ég get gert fyrir yður.“ Dyrnar
lokuðust á hæla hans og ég lét
47