Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 74
CRVAL,
ÉG ER ALBlNÓ
sagði hann. Ég væri ekki öðru-
vísi en þau — ég sýndist bara
öðruvísi, af því ég væri albínó.
Vissi ég hvað albínó var?
Hann reyndi að skýra það með
orðum er væru skiljanleg sjö
ára barni. Amma var albínó,
sagði hann, og ég hafði „erft“
útlit mitt frá henni á sama hátt
og ég hafði erft gullmenið
hennar.
Pabbi tók gulnaða ljósmynd
úr myndaalbúminu okkar. Hún
var af hvíthærðri, gamalli konu
með þykk gleraugu. Hann sagði
mér að hvítt hár og hörund og
litlaus áugu væri „ættarein-
kenni“, sem borizt hefði frá
ömmu til mín gegnum sig ...
Mér var þetta lítil huggun.
Það var ekkert athugavert þótt
amma væri hvíthærð, hún var
gömul kona. Ég mundi ekki eft-
'ir henni öðruvísi en sitjandi í
ruggustólnum við arininn með
prjónana sína. Hvað kom þetta
mér við, sjö ára telpu? Ég vildi
ekki vera eins og amma! Eg
vildi ekki vera „albínó“, hvað
sem það nú var! Af hverju
þurfti ég að vera það?
„Af því að þú ert fædd þann-
ig, væna mín,“ sagði pabbi blíð-
lega. „En það er ekki svo að
skilja að það sé neitt að þér.
Þú ert eins hraust og dugleg og
öll hin börnin í bekknum .. .!
Sýndu þeim það bara!“ sagði
hann ögrandi.
Ég sá yfir öxl hans að
mamma hristi áköf höfuðið.
„Vertu ekki að kenna henni
þetta,“ hvíslaði hún og tók mig
í fangið. „Pabbi meinar," sagði
hún blíðlega, „að þú munir sam-
lagast börnunum undir eins.
Undir eins og börnin hafa van-
izt útliti þínu . . Ég á við ...
Þér á eftir að þykja gaman í
skólanum, vertu viss. Þú munt
eignast marga vini, og...
og . . .“
Hve foreldrar geta stundum
verið miskunnarlausir, einmitt
þegar þeir ætla sér að vera nær-
gætnir! Orð f oreldra minna
urðu aðeins til þess að magna
vitund mína um það að ég væri
öðruvísi en skólasystkini mín.
Ég varð æ feimnari, las og tal-
aði í hálfum hljóðum og dró mig
út í horn í löngu frímínútunum
þegar hinir krakkarnir fóru í
leiki.
Nokkrar telpur sáu aumur á
mér, sýndu mér móðurlega um-
hyggju en fóru með mig eins og
ég væri bækluð. Þó að ég væri
lagleg (því að ég var lagleg á
minn sérkennilega hátt) gáfu
strákarnir mér engan gaum.
Hver kærði sig um að láta stríða
sér á ,,albíónstelpunni“, eins og
ég var kölluð öll skólaár mín?
,,Ljósblindan“, eða „ljósfæln-
in“ eins og augnlæknirinn minn
kallaði hana, var mér stöðugt
til ama, bæði úti og inni. Lituðu
gleraugun voru mér nokkur
hjálp, en ekkert gat lagað
,,augnriðuna“ — hið sífellda
hringsól augnanna, sem skóla-
systkinum mínum þótti svo
skrýtið. Það var albinskur fylgi-
64