Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 84
trRVAL
mál. Einkennisklæddir lögreglu-
þjónar sjást þar sjaldan, og lög-
gæzla er yfirleitt heldur slök.
Einkum er það eftirtektarvert,
hve heilbrigðislöggjöf nýlend-
unnar er þar illa framfylgt.
Enda þótt markaðsstrætin í
útjaðri Kowloon séu sæmilega
hreinleg, er gamli borgarhlutinn
óþrifalegur. Göturnar eru svo
þröngar, að maður getur snert
húsveggina beggja vegna með
því að rétta út handleggina. í
hverri götu er opið ræsi, og eftir
því rennur skólp og sorp frá
húsunum. Börnin leika sér í
ræsinu, og fullorðna fólkið situr
fyrir dyrum úti á litlum stólum.
Sumir masa og hrækja, aðrir
hreinsa grænmetið, sem þeir
ætla að hafa í kvöldmatinn, og
enn aðrir stara út í bláinn.
Það var þetta fólk, sem túlk-
urinn okkar spurði um óníum.
Eftir nokkra stund kom lágvax-
inn, horaður maður til okkar,
hann talaði ensku og kvaðst
vera frá San Francisco. Hann
sagðist geta leyst úr vandræð-
um okkar bæði fljótt og ódýrt.
Langaði okkur að sjá bannaða
kvikmynd, nektarsýningu eða
bragða á hundakjöti? Hann var
alls ékki að gera að gamni sínu:
Steik úr misserisgömlum Chow-
hvolpum, sem matreiddir eru
samkvæmt hefðbundinni, kín-
verskri venju, er ein helzta á-
stæðan til þess, að venjulegir
Kínverjar leggja leið sína inn í
gamla borgarhlutann. Hvolpa-
steik þótti líka fullkomlega boð-
ÓPÍUMRE YKIN G AR 1 KOWLOON
legur réttur á öllum betri veit-
ingastöðum í Hong Kong, þar
til kona landstjórans komst að
því, og fór að nudda í manni
sínum, unz hann úrskurðaði
hundakjöt ólöglegt í nýlendunni.
Við kváðumst ekki hafa á-
huga á neinu öðru en að reykja
ópíum. Maðurinn frá San
Francisco, sem sagðist heita
Jói, fór með okkur að hornhúsi
einu, sem bar auglýsingaspjald
tannlæknis. Hann barði að dyr-
um og fór með okkur upp á efri
hæðina. Reykingaherbergið var
svipað öðrum, sem ég sá síðar,
búið tréfletum, sem voru hvert
upp af öðru með litlu millibili,
og fullt af vesældarlegum
mönnum, sem ýmist voru að
skrafa saman í hálfum hljóðum
eða lesa kínversk blöð.
Jói rak alla gestina út og
opnaði glugga, því að honum
fannst loftið í herberginu ekki
sem bezt. En Hank hafði ein-
sett sér að kvikmynda raun-
verulegar ópíumreykingar og
bað mig því að reykja eina
pípu eða svo fyrir sig. Jói sýndi
mér hvernig ég átti að setja
lítinn trékubb undir höfuðið svo
að sæmilega færi urn mig í
fletinu. Okkur var afhent lítil
askja af brúnu ópíum, sem
líktist leðju, og Jói tróð dá-
litlu af því í litla pípu, sem ég
hélt síðan yfir sprittlampa, unz
ópíumið sauð og vall og var
næstum bráðnað, en síðan saug
ég reykinn niður í lungu í
snöggum sogum. Mér reyndist
74