Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 92
ÚRVAL
vær röðin komin að mér. Ég
var undir það búinn: mér of-
bauð þetta skelfilega blóðbað,
ég þoldi ekki meira. En það
gerðist ekkert. Seinna var mér
sagt að það hefðu verið starfs-
bræður mínir sem björguðu
mér. Það þorði blátt áfram eng-
in að láta það berast til æðri
staða að ég hefði neitað að
skrifa undir.
I rauninni er það ósköp lítið
sem þeir ætlast til, segir Past-
ernak hægt. I rauninni aðeins
eitt: að maður hati það sem
manni þykir vænt um og láti sér
þykja vænt um það sem maður
hatar. En þetta — hann vegur
orðin — þetta er einmitt erfiðast
af öllu. Hann endurtekur fyrir
munni sér: þetta er einmitt erf-
iðast af öllu. Það rifjast upp
fyrir mér, að þetta er setning
úr Zivago lækni.
Styrjöldin var Pasternak sem
endurlausn, eins og að vakna
af vondum draumi til veruleik-
ans. Hann tók þátt í loftvörn-
um, birti eftir margra ára hlé
tvö lítil ljóðasöfn og honum
var boðið taka þátt í starfsemi
rithöfundafélagsins. Hann
horfði vondjarfur til þess tíma
þegar stríðinu lyki. Styrjöld er
ekki eins og skák, segir hann,
henni lýkur ekki með því einu
að hvítt vinnur svart. Það hlaut
eitthvað annað að koma út af
henni. Það gat ekki verið að
svo miklu hefði verið fórnað til
einskis.
HJÁ BORIS PASTERNAK
Það er bjart vfir sögulokun-
um í ,,Zivago lækni“. Hvaða rök
liggja til þeirrar bjartsýni? Ég
held, svarar Pasternak, að árin
eftir styrjöldina hafi verið tíma-
bil endurmats fyrir rússnesku
þjóðina. Eitthvað nýtt er að
vaxa úr grasi, ný lífsskoðun,
vitund fólksins um mátt sinn,
um manngildi sitt. — Er hann
enn bjartsýnn þó að saga hans
hafi ekki fengizt prentuð? Já,
hann er það. Einstakar opinber-
ar ráðstafanir skipta engu
máli. þetta nýja mun vaxa
þrátt fyrir öll opinber afskipti,
það vex hjá fólkinu, á lifandi
hátt.
Yfirleitt má merkja hiá nú-
tímafólki nýtt viðhorf til lífs-
ins. Ég vil aðeins benda á eitt,
segir Pasternak. Á nítiándu öld
réði borgarastéttin lögum og
lofum, þér þekkið hana úr bók-
menntum okkar eða kannski
enn betur úr leikritum Ibsens.
Fólkið leitaði sér öryggis í pen-
ingum, eignum, hlutum. Örygg-
isdraumur þess var þungur og
jarðbundinn. Nú hefur fólkið
komizt að raun um, að ekki er
nein trygging í því sem það á.
Það er ekki aðeins rússnesk
reynsla. Á tímum heimsstyrj-
aldar, á atcmöld hafa hlutirnir
ekki lengur sama gildi fyrir
manninn. Við höfum lært að við
erum gestir hjá tilverunni, far-
þegar í lest milli tveggja stöðva.
Við verðum að leita öryggis
innra með okkur. Þann skamma
tíma sem við lifum verðum við
82