Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 57
HÁLFUR MAGI BETRI EN ENGINN
ÚRVAL
eitt lunga eða hálfa lifur. Og
við getum svo sannarlega lifað
eðlilegu lífi, þó að við missum
helminginn af maganum. Það
hefur sannast á þúsundum
manna.
Uppskurður við magasári er
svo að segja daglegt brauð. Eft-
ir aðgerðina getur sjúklingur-
inn snúið aftur að upprunalegu
starfi sínu. í hernum eru þeir
menn nú taldir fullfærir til
þjónustu, sem misst hafa hálf-
an magann. Maginn þenst
nefnilega smám saman út og
getur þannig tekið við meiru
en maður skyldi ætla í fljótu
bragði. Er það sama sagan og
með nýrun. Annað nýrað
stækkar, þegar hitt hefur ver-
ið numið burt.
Karl eða kona, sem skorin
hafa verið upp við magasári
og mips't hluta af maganum,
geta vænzt þess að lifa alveg
jafn lengi og hverjir aðrir. Sum-
ir lifa jafnvel lengur. Það staf-
ar af því, að þeir fara varlegar
í mat og drykk og reykja yfir-
leitt ekki.
Læknar eru nú miklu naskari
á að finna sjúklinga, sem þurfa
á skurðaðgerð að halda. Það
hefur þegar leitt margt gott
af sér. Fjöldi karla og kvenna
hefur losnað við nagandi kvöl
og meiri og minni örorku, sem
þessum hvimleiða magasjúk-
dómi er samfara. Þau missa að
vísu helming magans, en geta
engu að síður gengið aftur til
vinnu sinnar og haldið áfram
að starfa, og i flestum tilfellum
lifir þetta fólk fullkomlega eðli-
legu og starfsömu lífi, sjáífu
sér og öðrum til gagns og gleði.
Fyrst er framkvæmd skoðun
á einhverri heilbrigðisstofnun,
síðan fyrirskipar læknirinn
hvíld, sérstakt mataræði, maga-
sýrulyf og auðvitað algert tó-
baksbindindi. Ef þessi ráð koma
ekki að haldi, eru frekari rann-
sóknir gerðar, oftast nær í
sjúkrahúsi. Enginn * læknir
framkvæmir magaskurð fyrr en
tekin hefur verið röntgen-mynd
af maganum, og það jafnvel
oftar en einu sinni.
Röntgen-myndin sýnir maga-
sárið eða einhverjar þær breyt-
ingar á magaveggnum, sem
ekki geta stafað af öðru en
sári í maganum. Jafnvel á því
stigi geta góðar lyflækningar
komið að haldi. En ef sárið sýn-
ir engin batamerki eftir sex
mánuði, er uppskurður alvar-
legt íhugunarefni.
Þess vegna skuluð þið leita
ráða hjá lækni ykkar, ef þið
þjáist af magasári. Ef hann
álítur, að þörf sé aðgerða, skul-
uð þið óhrædd leggja málið í
hendur hans. Sýnið honum full-
an trúnað, og hann mun þá
heldur ekki bregðast trausti
ykkar.
55