Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 77
ÉG ER ALBÍNÖ
tíRVAL
ur í hina! Og ef þú heldur að
það sé auðvelt, þá skjátlast
þér . .
Ég fór að hlæja og allt í einu
var ég betur í essinu mínu en ég
hafði nokkurn tíma verið áður.
Það var eins og losnað hefði
um eitthvað inni í mér. Hér var
einhver sem kærði sig um mig
eins og ég var — hvít á hör-
und, hvíthærð, glaseygð og allt
hitt!
Þetta var fyrir fimm árum.
Við Ronny erum nú gift og bú-
um í litlu húsi sem við eigum
sjálf. Allir vita, að ég er albínó
— eftir að ég hætti að lita
hárið á mér og þekja hörund
mitt dökku púðri. En enginn
virðist fást um það — sízt af
öllum ég, sem nú er hamingju-
söm eiginkona og móðir.
Litla telpan okkar er nú árs
gömul. Einhvern tíma mun hún
giftast . . . og ég hef brynjað
mig gegn þeirri staðreynd að
börn hennar muni verða albín-
óar eins og ég. Heitasta bæn
mín er sú, að ég fái að lifa nógu
lengi til þess að geta gert þeim
skiljanlegt að þótt þau séu al-
bínóar sé ekki ástæða til þess
fyrir þau að vera feimin eða
þrjózkufull eða einangra sig frá
öðrum.
Albínó er ekki annað en mað-
ur, sem skortir litarefni í hör-
und, hár og augu . . . og er
að öðru leyti eins og annað
fólk.
Langt leiddur.
Ung kona segir frá eftirfarandi atviki er hún var á leið
með skipi yfir Kyrrahaf. Dag nokkurn var sjór úfinn og mikill
veltingur á skipinu og fannst henni því ráðlegast að fara í
koju. Þegar hún var að enda við að afklæða sig varð henni
skyndilega óglatt. 1 ofboði rauk hún fram á gang í áttina að
baðherberginu. Það var ekki fyrr en hún rakst hastarlega á
roskinn mann, sem var sínu verr á sig kominn en hún, að hún
tók eftir að hún var næstum eins fáklædd og hún gat verið.
Hún rak upp skelfingaróp.
Þjáningarbróðir hennar leit á hana fölur sem nár. „Látið
þetta ekki á yður fá, fröken," stundi hann. „Ég lifi það ekki
að segja neinum frá þessu." — R. D. B.
Illa blekkt.
Hann leit ú't um gluggann og kallaði til konunnar sinnar:
„Þarna fer konan sem Bill Jones er skotinn i.“
Konan hans fleygði frá sér bollanum sem hún var að þurrka,
hljóp inn í stofuna, velti um lampa og teygði sig út að glugg-
anum til að sjá. „Hvar?“ spurði hún andstutt.
„Þarna,“ sagði hann og benti út, „konan á horninu í t'weed-
kápunni."
„Asninn þinn,“ sagði hún. „Þetta er konan hans.
„Já, auðvitað," sagði hann. „Hver ætti það önnur að vera?“
— The Wall Street Journal.
67
t