Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 121
PJÁRS J ÓÐURINN
ÚRVAL
þér frá þessu sápustykki,“ hélt
hún áfram. „Ég á þetta sápu-
stykki, eða réttara sagt ég átti
það. Mér var gefið það í brúð-
argjöf fyrir fimmtán árum. Ég
vissi aldrei, hver gefandinn
var. Kannski einhver þjónustu-
stúlka, eða tónlistarkennari —
eitthvað af því taginu. Þetta
var góð sápa, góð ensk sápa,
eins og ég hafði mestar mætur
á, og ég ákvað að geyma hana
þangað til Larry kæmist í feitt,
þegar hann færi með mig til
Bermuda. Fyrst ætlaði ég að
nota hana, þegar hann fengi at-
vinnuna í Bound Brock. Svo
hélt ég, að ég gæti það þegar
við færum til Boston, og svo til
Washington, og þegar hann
fékk svo nýju atvinnuna, hugs-
aði ég með mér, að kannski
væri nú stundin komin, kannski
gæti ég tekið drenginn minn
úr þessum viðbjóðslega skóla
og borgað alla reikningana og
flutt úr þessum sóðalegu hótel-
herbergjum, sem við höfðum
búið í. I fimmtán' ár hef ég ætl-
að mér að nota þetta sápu-
stykki. í síðustu viku var ég að
leita í kommóðuskúffunum og
fann það. Það var allt sprungið.
Ég fleygði því út. Ég fleygði
því út vegna þess, að ég vissi,
að ég mundi aldrei fá tækifæri
til að nota það. Skilurðu, hvað
það þýðir? Veiztu, hvernig það
er? Að lifa í fimmtán ár á lof-
orðum og lánum, vona og bíða,
skulda á gistihúsum, sem eru
ekki hæf til íbúðar, komast aldr-
ei úr skuldunum, og láta svo
eins og hvert ár, hver vetur,
hver atvinna, hver fundur sé
hið gullna tækifæri, sem beðið
var eftir. Að lifa þannig í
fimmtán ár og vita, að það
tekur aldrei enda. Veiztu,
hvernig það er?“
Hún stóð upp og gekk yfir
að snyrtiborðinu og stóð þar
frammi fyrir Láru. Tár komu
fram í augu hennar og rödd
hennar var há og hrjúf. „Ég
fer aldrei til Bermuda," sagði
hún. „Ég fer ekki einu sinni til
Flórída. Ég kemst aldrei úr
skuldakröggunum aldrei, aldr-
ei, aldrei. Ég veit, að ég eignast
aldrei ánægjulegt heimili og að
allt sem ég á er slitið og rifið
og ekki nokkur sómasamleg
flík. Ég veit, að það sem eftir
er ævinnar geng ég i rifnum
náttkjólum, tuskulegum undir-
fötum og skóm, sem meiða mig.
Ég veit, að það sem eftir er
ævinnar kemur enginn til mín
og segir, að ég sé í fallegum
kjól, því að ég hef aldrei efni á
að kaupa mér fallegan kjól. Ég
veit, að það sem eftir er ævinn-
ar veit hver leigubílstjóri, hver
dyravörður og hver þjónn í
borginni, að ég á ekki einu sinni
fimm dollara í svarta, leðurlíkta
veskinu mínu, sem ég er búin
að bursta og hreinsa hvað eftir
annað síðastliðin tíu ár. Hvernig
lízt þér á? Hvað finnst þér um
þetta? Hvað er svo dásamlegt
við þig, að þér skuli bjóðast
111