Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 46
Geimfari á annarri plánetu
Grein úr „The Listener“,
eftir Henry Adler.
I Berlín blasir við ástand heimsmálanna í hnotskurn. Þessi þýzka
borg er einskonar brennidepill þar sem mcetast þau öfl er berjast
um völdin í heiminum. Nú er Berlínarmálið svonefnda enn á dag-
skrá og fréttir af því fylla forsiður heimsblaðanna. Eftirfarandi
grein er ekki innlegg i það mál, en atvikið sem hún segir frá er
eigi að síður angi af því og táknrœn mynd þess. Þegar œvintýrinu
sem greinarhöfundur segir frá lýkur, stendur hann á steinlögðu
torgi. Þetta er um lágnœttið. Það gustar um hann og það er eins
og vindurinn blási beint frá Vetrarbrautinni. Torgið er baðað i
köldu tungtsljósi og á því miðju er skilti sem skiptir heiminum:
Rússneska svœðið — Bandaríska svœðið — Brezka svœðið —
Franska svœðið. ,JÍ!g stóð þarna á báðum áttum,“ segir höf-
undur, ,,og fannst ég vera nýstiginn út úr geimfari á annarri
plánetu“.
KLUKKAN var sex þetta
kvöld, þegar ég fór frá Ber-
tolt Brecht-leikhúsinu í Austur-
Berlín og ætlaði heim á hótelið
mitt í vesturhluta borgarinnar.
Það er hægt að ferðast hindr-
unarlaust með rafmagnslest
milli hemámssvæða Banda-
manna og Rússa í borginni. Og
þarna stóð lestin við brautar-
pallinn eins og hún var vön.
Ég smeygði mér inn um dyrnar
rétt í því að þær lokuðust, þær
minntu mig á gildru. Ég held,
að ég hafi ekki haft neinar á-
hyggjur af því, þó að lestin færi
framhjá stöðinni minni, en þeg-
ar dauf ljós fleiri stöðva lágu
að baki og það dimmdi fyrir
utan, tók ég eftir að sumir far-
þegarnir horfðu samúðarfullir
á mig. Stúlka, sem talaði hrafl
í ensku, tilkynnti mér, að ég
væri staddur í lest, er flytti
verkamenn frá Sovét-Berlín án
viðkomu til heimila þeirra í
Potsdam á rússneska hernáms-
svæðinu utan við Berlín. En ég
sá á brautarkortinu, að Post-
dam var ekki lengra frá Berlín
en Ealing er frá Charing Cross.
Ég þurfti ekki annað en ganga
þvert yfir brautarteinana í
Potsdam og taka lestina, sem
fór öfuga leið — til Berlínar.
Potsdam-stöðin var ekkert
annað en auðnarlegur brautar-
pallur. Nóttin var dimm, og eitt
44