Úrval - 01.12.1958, Page 29

Úrval - 01.12.1958, Page 29
MONACO — MINNSTA RlKI 1 HEIMI ÚRVAL sig ekki um hetjuljóma, heldur beinharða peninga. Þeir vilja fá túrista. Þeir vilja fá þjórfé. Og þeir eru hyggnir, efnaðir og tiltölulega hamingjusamir. Þeir borga enga beina skatta, þeir eru undanþegnir herskyldu af öllu tagi, og þeim er bannað að spila í Casínóinu. Þeir lifa góðu lífi á glópsku annarra og ég held að vitundin um það auki jafnvel sætleik lífsins og birtu sólarinnar. Einhver kann nú að spyrja hvort ekki séu einhverjir meðal þeirra sem kysu heldur, t. d. að gera hermennsku að atvinnu sinni, heldur en að vera hótel- stjórar, þjónar eða croupiers. Því verður að svara neitandi. 1 her Monaco eru einungis sjálf- boðaliðar, alls áttatíu, en af þeim er enginn Monacobúi — nema einn liðsforingi, og þó að- eins að hálfu, því að hann er franskur í aðra ættina. Já, Monacobúar eru vissulega hyggnir menn. Gifting Rainiers prins og hennar hátignar Grace prins- essu vakti mikla athygli um allan heim — nema í Monaco. Monacobúar eru — eins og ég sagði áðan — iðjusamir og gæddir heilbrigðu brjóstviti. Þeir ætlast til þess að prinsinn geri skyldu sína, þjóni hags- munum landsins og efli ferða- mannastrauminn. Þjóðin lét sér vel líka þegar prinsinn kvænt- ist Grace Kelly, sem auk þess að vera dáð Hollywoodleikkona var dóttir amerísks fasteigna- milljónara. En þeir æptu sig ekki hása af hrifningu þegar brúðkaupið fór fram. Og þegar brúðhjónin komu heim úr brúð- kaupsferðinni var ekkert til- stand. Fæðing frumburðarins, prins- essu Caroline Louise Marguer- ite, var aftur á móti almennt fagnað. Ef prinsinn hefði dáið áður en Grace prinsessa ól hon- um dótturina, hefði Monaco sem ríki liðið undir lok. Það hefði þá orðið samkvæmt samningi hluti af Frakklandi; Monacobú- ar hefðu orðið Frakkar, þeir hefðu verið kvaddir í franska herinn og þeir hefðu verið krafðir um skatta. Þeir höfðu þessvegna þrefalda ástæðu til að gleðjast við komu hins nýja erfingja. Þeir höfðu lengi borið nokkurn ugg í brjósti út af á- huga prinsins á köfun í frosk- mannabúningi sem er enganveg- inn hættulaus íþrótt. Hér var því um eitt heljarmikið fjár- hættuspil að ræða, sem öll þjóð- in tók þátt í, og það sem um var spilað var tilvera hennar sjálfr- ar, ef hún tapaði þá var lokið tilveru hennar sem sjálfstæðrar þjóðar. ★ 'á' 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.