Úrval - 01.12.1958, Page 113

Úrval - 01.12.1958, Page 113
FJÁRSJÓÐURINN ÚRVAL þangað í miðdegisverð. Þau borðuðu steiktan kalkún. Krakkarnir voru afar stillt og prúð. Georg fór með þau í gönguferð eftir matinn. Það var heitt í veðrinu, en þau settust í skuggann á skyggnissvölunum. Samtalið við frænkuna rofnaði í miðjum klíðum, svo að Georg frændi hlýtur að hafa þrifið símtólið úr höndunum á henni til að halda áfram áminningum sínum til Ralphs um að hitta herra Hadaam á Waldorf. ,,Þú ferð og talar við hann á morg- un, Ralphie — þann nítjánda — á Waldorf. Hann býst við þér. Heyrirðu til mín? .... Waldorf- hótelið. Hann er milljónamær- ingur. Og nú ætla ég að kveðja þig.“ Herra Hadaam hafði bæði setustofu og svefnherbergi á Waldorf, og þegar Ralph fór að heimsækja hann síðla næsta dag á leið heim frá vinnunni, var hann aleinn. Ralph fannst að hann hlyti að vera mjög gam- all maður, en fullur þrákelkni, og það hvernig hann heilsaði, tog- aði í eyrnarsneplana og teygði úr sér þegar hann keifaði bjúg- fættur um stofugólfið, var í augum Ralphs merki um ó- skerta, sjálfstæða hugsun, ó- bugaðan innri kraft. Hann bauð Ralph upp á glas af sterku víni, en drakk léttari tegund sjálfur. Hann sagðist ætla að hefja framleiðslu á gerviull á Vestur- ströndinni, og var nú kominn hingað austur til að finna reyndan mann, er gæti tekið að sér sölu á ullinni. Georg hafði bent honum á Ralph og það var einmitt maður með reynslu hans, sem hann þurfti á að halda. Hann skyldi útvega þeim hjónunum sómasamlegt hús og sjá um flutninginn og hann var reiðubúinn að borga Ralph fimmtán þúsund á ári. Það var þessi háa upphæð, sem kom Ralph til að álíta, að tilboðið væri ekki annað en óbein til- raun til að endurgjalda Georg frænda lífgjöfina, og gamli mað- urinn virtist geta lesið hugs- anir hans. „Þetta stendur ekki í neinu sambandi við það, að frændi yðar bjargaði lífi mínu,“ sagði hann hranalega. „Ég er honum þakklátur — hver væri það ekki? — en þetta kemur því máli ekkert við, ef það er það sem þér eruð að brjóta heilann um. Þegar maður er orðinn gamall og ríkur eins og ég, fer að verða erfitt að kynn- ast fólki. Allir gömlu vinirnir mínir eru dánir — allir nema Georg. Ég er umsetinn af sam- starfsmönnum mínum og ætt- ingjum, og úr þeirri herkví er erfitt að brjótast. Ef Georg gæfi mér ekki upp nöfn öðru hverju, mundi ég aldrei sjá ný andlit. I fyrra lenti ég í bílslysi. Það var mér að kenna. Ég er mesti klaufi að aka. Það var ungur maður, sem ók bílnum, sem ég rakst á, og ég gekk beina leið til hans og kynnti mig. Við þurftum að biða tuttugu mínút- 10 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.