Úrval - 01.12.1958, Page 16

Úrval - 01.12.1958, Page 16
TJRVAL inga sem hafa falið sig á skemmulofti, og verið innan- brjósts í leikslok eins og leik- húsgestum var eftir sýningu á „Dagbók Önnu Frank“. Meira réttnefni en velþóknun get ég ekki fundið á þeirri tilfinningu. Þegar ég horfði á það leikrit var ég ekki fyrst og fremst á- horfandi, jafnvel ekki Gyðingur, heldur leikritaskáld, og mig furðaði á því hvernig hægt var að horfa rólegur á það sem hlaut að hafa verið ofboðsleg þjáning í veruleikanum. Sem leikritasmiður hafði ég frá tæknilegu sjónarmiði engu við að bæta sem máli skipti. Og mér varð á að bera upp við þetta leikrit sömu spurninguna og ég hef borið upp við yður — hvaða gildi hefur það fyrir framtíð mannkynsins ? Ekki einstakra þjóða eða kynþátta, ekki Þjóðverja eða Gyðinga, heldur alls mannkynsins. Og ég hygg að byrjun að svari sé feng- in. Hún er sú, að þrátt fyrir öll sannindi skortir leikritið þá teg- und yfirsýnar, þá skörpu sjón út yfir persónur þess og vanda- mál þeirra, sem hefði getað varpað ljósi ekki einungis á grimmd nazismans, heldur ann- að jafnvel enn skelfilegra. Vér sjáum enga nazista í þessu leik- riti. 1 annan stað er það, eins og leikritin sem ég hef áður nefnt, skoðað frá sjónarmiði æskumannsins, sem vissulega er biturt og mannlegt sjónarmið, en óneitanlega takmarkað. Þeg- SKUGGAR GUÐANNA ar nazistarnir nálgast er eins og tröllið í ævintýri bamsins sé að koma. Það sem þurfti í þessu leik- riti til að raska velþóknunar- ró áhorfenda og magna sann- leiksgildi þess til jafns við 'lífið sjálft var að opna augu vor, að vér mættum sjá grimmdina í hjörtum vor sjálfra, að oss mætti verða Ijóst, að vér erum bræður, ekki aðeins þessarra fórnarlamba, heldur einnig naz- istanna, svo að vér gætum horfzt í augu við ógn og skelf- ing lífs vors: kválalosta vor sjálfra, undirlægjuhátt vorn gagnvart skipunum ofan frá, ótta vorn við að halda á lofti meginreglum mannúðar og manngildis andspænir ruddalegu valdi skrílræðisins. Önnur vídd beið þess að vera opnuð að baki þessa leil^rits, vídd alsett kaun- um vor sjálfra, vídd sem mundi sýna oss í eigin barm. Eftir að sú vídd hefði verið afhjúpuð, hefðum vér ekki get- að horft á leikritið með jafn- sjúklega viðkvæmri notakennd og áður; ótti vor yrði þá ekki lengur bundin þessum fórnar- lömbum, heldur oss sjálfum, eftir að sá hluti vor sem er í leynilegu samsæri við tortím- ingaröfl hefði verið dreginn fram í dagsljósið. Þá hefði jafn- vel getað farið svo, að vér hefð- um fengið að sjá harmleik, því að spurningin hefði þá ekki ver- ið hversvegna nazistarnir væru svona grimmir, heldur hvers- 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.