Bókatíðindi - 01.12.1999, Page 56
Þýdd skáldverk
lífs. Einnig gefin út sem
hljóðbók.
269 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1950-X
Leiðb.verð: 3.980 kr.
ÁR HÉRANS
Arto Paasilinna
Þýðing: Guðrún
Sigurðardóttir
Blaðamaðurinn Kaarlo
Vatanen hefur fengið sig
fullsaddan af starfi sínu,
eiginkonunni og borgar-
lífinu. Dag einn finnur
hann slasaðan héra í
skógi, tekur varnarlaust
dýrið upp á arma sína og
líf hans tekur nýja stefnu.
Þessi fyndna og ísmeygi-
lega saga hefur notið
ómældra vinsælda, verið
þýdd á fjölmörg tungu-
mál og kvikmynduð.
160 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1928-3
Leiðb.verð: 1.399 kr.
ÁRÁSIN
Richard Bachman
(Stephen King)
Þýðing: Björn Jónsson
Það er síðsumarkvöld í
bænum Wentworth í
Ohio. í Poplarstræti geng-
ur lífið sinn vanagang.
Blaðburðarstrákurinn fer
á milli húsa með síðdegis-
blaðið og það er grillang-
an í loftinu sem gerir alla
svanga. Það eina sem
fellur ekki inn í mynd-
ina af þessu friðsæla
hverfi eru undarleg öku-
tæki sem nálgast. Fyrr en
varir er þessari paradís
millistáttarfólksins um-
turnað og áður en dagur
er að kvöldi kominn hafa
skelfilegir atburðir átt
sér stað og heimili og líf
fólksins er ein rjúkandi
rúst. En af hverju?
Kannast einhver við
rithöfundinn Richard
Bachman? Hinn heims-
frægi spennusagnahöf-
undur Stephen King seg-
ir að Bachman hafi látist
úr krabbameini árið 1985
og ekkja hans fundið
handritið að bókinni Ards-
in í skrifborðsskúffu hans.
En er hægt að trúa Step-
hen King? Varla þegar
hann fjallar um Richard
Bachman, því þeir tveir
eru einn og sami maður-
inn.
320 blaðsíður.
Fróði hf.
ISBN 9979-71-276-7
Leiðb.verð: 2.490 kr.
Bóka/iskemman
Stíllholt 18 - 300 Akranes
Sími 431 2840
GUNTER
BRRS5
Annar hluti hinnar heimskunnu skaldsogu
BLIKKTROMMAN
2. bók
Giinter Grass
Þýðing: Bjarni Jónsson
Þetta er annar hluti hinn-
ar heimskunnu skáldsögu
Gunters Grass sem hlýt-
ur Nóbelsverðlaunin í
bókmenntum nú í ár.
Sögumaðurinn Óskar upp-
lifir ólgutíma og stríðsá-
tök en hefur sem fyrr
afar frumlegt sjónarhorn
á fólk og atburði. Hér fer
saman magnaður stíll og
stórbrotið efni. Þriðja bindi
Blikktrommunnar er vænt-
anlegt á næsta ári.
341 blaðsíða.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1389-2
Leiðb.verð: 4.280 kr.
BRÝRNAR
í MADISONSÝSLU
Robert James Waller
Brýrnar í Madisonsýslu
er ein vinsælasta ástar-
saga síðari ára. Sagan sat
efst á metsölulistum víða
um lönd, auk þess sem
hún var kvikmynduð.
Nú er þessi áhrifamikla
saga fáanleg á geisladiski
og snældu í lestri Guð-
mundar Ólafssonar.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1406-6
Leiðb.verð: 2.490 kr.
BÚDDENBROOKS
Thomas Mann
Þýðing: Þorbjörg
Bjarnar Friðriksdóttir
Saga Búddenbrooksfjöl-
skyldunnar er eitt af höf-
uðverkum heimsbók-
menntanna enda talið að
hún hafi fært höfundi
sínum, Tómasi Mann,
Nóbelsverðlaunin. Þetta
er mikil skáldsaga sem
rekur sögu og örlög
þriggja kynslóða vold-
ugrar kaupmannsættar
og hvernig veldi hennar
smám sama hnígur. Snilli
sögunnar er fólgin í því
hvað höfundi tekst frá-
bærlega að glæða hinar
fjölmörgu persónur lífi
og sálrænni dýpt og hve
samspil þeirra og átök
eru trúverðug og mann-
leg.
592 blaðsíður.
Fjölvi
ISBN 9979-58-335-5
Leiðb.verð: 4.480 kr.
54