Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 5
íslenskar barna-og unglingabækur
fuglamir söng sinn á ný.
En út við sjóndeildar-
hring hrannast uppkol-
svört reykjarský. Áður
en langt um líður brenn-
ur allur skógurinn hans
Blíðfinns og litla húsið
hans líka. Hinirnir,
grimmir bardagamenn,
undir stjórn græneygða
hershöfðingjans, Otta,
hafa drepið allt kvikt í
skóginum.
Blíðfinnur leggur í
langt ferðalag til að finna
Otta. En eru reiðin og
hefndarhugurinn góðir
ferðafélagar? Sögurnar
um Blíðfinn hafa farið
sigurför um heiminn og
hafa fáar íslenskar barna-
sögur náð jafnmikilli
útbreiðslu og frægð og
sagan um Blíðfinn.
160 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-27-4
Leiðb.verð: 2.480 kr.
DIDDA OG DAUÐI
KÖTTURINN
Kikka
Didda, níu ára gömul
stelpa + tveir tíu ára
gamlir hrekkjalómar, þar
af annar bróðir hennar +
pabbi sem er lögga +
mamma sem er blaða-
maður og drekkur
minnst tvo lítra af kaffi á
dag + frægur rithöfundur
að jafna sig eftir tauga-
áfall + bankarán + tveir
dularfullir náungar á
ljótum bíl + dauður kött-
ur sem er sprelllifandi +
lýsisskúrinn + tómt hús
+ Vanda, ákaflega vönd-
uð manneskja + neðan-
jarðargöng + gott veður -
teboð = ótrúlega spenn-
andi og skemmtileg bók
sem ekki er hægt að
leggja frá sér fyrr en eftir
lestur síðustu blaðsíðu.
Kikka (Kristlaug María
Sigurðardóttir) hefur
skrifað leikrit og kvik-
myndahandrit en þekkt-
ust er hún fyrir leikritið
Avaxtakörfuna, sem sló
rækilega í gegn þegar
það var sýnt fyrir
nokkrum árum.
Um 140 bls.
IsMedia
ISBN 9979-9545-0-7
Leiðb.verð: 2.195 kr.
DRAUGASÚPAN
Sigrún Eldjárn
Harpa og Hrói eru á leið
til Hrollfríðar frænku.
Leiðin liggur gegnum
drungalegan skóg og
<Berg(jótJlmaú£s
„Ævintýraleg og hröð saga..."
Kolbrún Bergþórsdóttir, Kastljós.
,... rosalega spennandi... *
Ingibjörg Þorsteinsdóttir, 13 ára, Rás 1.
.... frábœr og fyndin skemmtun
tyrir litiar manneskjur sem vilja
læra aö lesa, eöa bara auka
orðaforða sinn."
Helga Kr. Einarsdóttir, Mbl.
3