Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 76
Þýdd slcáldverk
Rupert
íhomson
einn athyglisverðasti
höfundur Breta og hafa
bækur hans verið þýddar
á fjölmörg tungumál.
Opinberunarbókin er
áleitin og djörf skáldsaga
um kúgun, vald og
óbærilega niðurlægingu.
230 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-05-3
Leiðb.verð: 1.880 kr.
ROKKAÐ í VITTULA
Mikael Niemi
Þýðing: Páll Valsson
Ein vinsælasta og dáð-
asta skáldsaga síðari ára
á Norðurlöndum. Af
fádæma frásagnargleði er
sagt frá æsku og upp-
vexti drengjanna Matti
og Niila sem búa í smá-
bænum Pajala á landa-
mærum Svíþjóðar og
Finnlands. Þar búa þeir í
hverfinu Vittula, Píku-
mýri, sem svo heitir til
að hylla kvenlega frjó-
semi. Síðan heldur rokk-
ið innreið sína í þetta
samfélag sem áður var
mótað af ströngum siða-
boðskap mótmælenda-
söfnuða og þá er fjand-
inn laus. Sagan hlaut
helstu bókmenntaverð-
laun Svíþjóðar, August-
priset, árið 2000, og var
tilnefnd af hálfu Svía
til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs árið
2001.
254 bls., kilja.
Forlagið
ISBN 9979-53-449-4
Leiðb.verð: 1.599 kr.
RÓMEÓ OG JÚLÍA
William Shakespeare
Þýðing: Hallgrímur
Helgason
Hið sígilda verk Shake-
speares um örlög elsk-
endanna Rómeós og Júlíu
birtist hér í þýðingu Hall-
gríms Helgasonar rit-
höfundar. Ný þýðing á
einu helsta meistaraverki
heimsbókmenntanna
handa nýjum kynslóðum.
150 bls., kilja.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2380-9
Leiðb.verð: 1.399 kr.
Stund
STUND ÞÍN Á JÖRÐU
Vilhelm Moberg
Þýðing: Magnús
Ásmundsson
Sænski rithöfundurinn
Vilhelm Moberg varð
heimsfrægur fyrir skáld-
söguna Vesturfararnir,
sem fjallar um ævi og
örlög Svía sem flúðu ætt-
jörðina til Ameríku í leit
að betra lífi.
I þessari fallegu sögu
af líkum toga rifjar gam-
all maður, aðfluttur Svíi
í Ameríku, upp ævi sína.
Honum finnst hann
hvergi eiga heima. Hann
er einstæðingur í fram-
andi landi og minningar
frá æskudögunum heima
í Svíþjóð sækja á hann.
Bókabúðin
Strandgötu 50 • Eskifirði • S. 476 1160
Hann veltir fyrir sér til-
gangi lífsins og hvernig
við notum þessa stuttu
stund á jörðu.
304 bls.
Fjölvi
ISBN 9979-58-346-0
Leiðb.verð: 3.680 kr.
STÚDÍÓ SEX
Liza Marklund
Þýðing: Anna R.
Ingólfsdóttir
Ung stúlka finnst myrt í
kirkjugarði í miðborg
Stokkhólms - á heimleið
úr Stúdíó sex, kynlífs-
klúbbnum þar sem hún
var að vinna um nóttina.
Grunur fellur á ráðherra
í ríkisstjórninni. Fáeinar
vikur eru til kosninga og
atburðurinn vatn á
myllu andstæðinganna.
Annika Bengtzon fer að
rýna í málið og þá kemur
í ljós átakanlegur og
vandlega falinn veruleiki
sem hefur djúp áhrif á líf
Anniku. Liza Marklund
er vinsælasti spennu-
sagnahöfundur Svía um
þessar mundir og áður
hefur Sprengivargurinn
eftir hana komið út á
íslensku.
426 bls., kilja.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2275-6
Leiðb.verð: 1.799 kr.
74