Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 112
Fræði og bækur almenns efnis
SAVING THE CHILD
Ólöf Garðarsdóttir
Hér er fjallað um þann
mikilvæga árangur sem
náðist í baráttunni við
háan ungbarnadauða á
íslandi á síðari hluta 19.
aldar. Fyrir þann tíma
var ungbarnadauði hér
með því hæsta sem gerð-
ist í Evrópu og um mið-
bik 19. aldar gátu aðeins
um tveir af hverjum
þremur nýburum á
Islandi vænst þess að lifa
fyrsta afmælisdaginn
sinn. Eftir 1870 lækkaði
ungbarnadauði á íslandi
mjög ört og fljótlega eftir
aldamótin 1900 var hann
með því allra lægsta sem
gerðist í heiminum.
Höfundur skýrir orsak-
irnar og hvernig unnið
var á þessum vanda.
288 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 91-7305-276-0
Leiðb.verð: 3.200 kr.
Sjóuarsólin
og kuldinn í kirkjunni
Þofvoiíui Hjólmofsson
SJÁVARSÓLIN OG
KULDINN
í KIRKJUNNI
Þorvarður Hjálmarsson
Hér er fléttað saman
heimspekilegri og bók-
menntalegri hugleiðingu
um tilvistarheimspeki
Alberts Camus, auk þess
sem gerð er grein fyrir
höfundinum og helstu
viðfangsefnum hans.
Samkvæmt hefðbundn-
um skilningi á tilvistar-
heimspeki er maðurinn
það sem hann gerir úr
sér, en þegar grannt er
skoðað kemur í ljós að í
tilvistarheimspeki Cam-
us er ekki um neitt val að
ræða. Sjávarsólin og
kuldinn í kirkjunni veitir
annars konar sýn á til-
vistarheimspekina eins
og hún birtist í verkum
Alberts Camus.
Um 110 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-126-7
Leiðb.verð: 2.300 kr.
ZÆ
i Bókhlaðan,
í í jj; I I ísafirði sími 456-3123
HarryPalmer
Skapaðu Irfþitt
♦ Upphaf og próur, Avatar
ti 1 • ..... ... -i-á
SKAPAÐU LÍF ÞITT
Upphaf og þróun
Avatar
Harry Palmer
Þýðing: Sigurður
Bárðarson
Hefur þú fengið nóg af
því að láta ytri aðstæður
stýra lífi þínu, vera und-
ir áhrifum brenglaðra
fjölskyldutengsla, með-
virkra sambanda eða
kvöldfréttanna? Finnst
þér kannski að gæfa þín
sé víðs fjarri?
I Skapaðu líf þitt vísar
Harry Palmer okkur leið-
ina út.
I sögunni um grund-
völl uppljómunar og leit-
ina að þetri leið segir
hann okkur frá fortíð
sinni á hippaárunum og
samskiptum við skóla-
stofnanir. Hann lýsir
einnig könnun sinni á
viðhorfum þeirra sem
talið var að hefðu svörin
og eigin rannsóknum á
uppbyggingu meðvit-
undarinnar.
Tímamót urðu í rann-
sóknum Harrys þegar
hann fann aðferð sem
sýndi fram á að það sem
við upplifum er mótað af
okkar eigin meðvitund,
viðhorfum okkar, en ekki
öfugt. I framhaldinu þró-
aði hann námskeið sem
kallast Avatar. Með Avat-
ar lærum við að móta
eigin veruleika og hvern-
ig við getum breytt við-
horfum okkar til að
skapa næsta augnablik...
og það næsta. Það segir
Harry að sé listin að
skapa eigið líf.
128 bls.
Andakt
ISBN 9979-9146-3-7
Leiðb.verð: 2.980 kr.
TRAUSTl VALSSON
SKIPULAG BYGGÐAR Á ÍSLANDI
FKÁ IANDNÁM 71 UDANDI STDNDAK
HÁSKÓLAÚTGÁFAN
SKIPULAG BYGGÐAR
Á ÍSLANDI
Trausti Valsson
Fyrsta rit sinnar tegundar
um manngert umhverfi á
Islandi. Þróunin er rakin
allt frá landnámi til líð-
andi stundar. Fjallað er
um náttúruna sem hið
mótandi afl í þróun
byggðarinnar, byggðar-
mótun, skipulagsþróun
bæja og svæða, þróun
kerfa á landsvísu og loks
um þróanir seinni tíma.
Þar er hugmyndahrær-
ingum við upphaf 21.
aldar lýst og hvernig þær
breyta þróun stærstu þæj-
anna og byggðarsvæð-
anna í landinu.
Bókinni fylgir fjöldi
skráa og skipulagsmann-
tal auk 1100 mynda og
uppdrátta.
480 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-519-4
Leiðb.verð: 3.900 kr.
110