Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 70
Þýdd skáldverk
finna hann. Það er ekki
fyrr en fjórar konur, sem
starfs síns vegna tengjast
afbrotamálum, taka
höndum saman um að
grafa til botns í þessu
máli sem hlutirnir fara
að gerast. Örvæntingar-
full leit þeirra að ódæð-
ismanninum tekur á
taugarnar ...
Bækur metsöluhöf-
undarins James Patter-
son tröllríða metsölulist-
um um allan heim um
þessar mundir.
„Patterson veit hvar
ótti okkar liggur grafinn
...ekkert fær stöðvað
ímyndunarafl hans.“
New York Times
251 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-761-79-2
Leiðb.verð: 3.480 kr.
GUÐ HINS SMÁA
Arundhati Roy
Þýðing: Ólöf Eldjárn
í þorpi á Indlandi búa
tvíburarnir Rahel og
Estha ásamt móður sinni
og sundurleitum hópi
ættingja. En allt getur
breyst á einni nóttu og
ástinni og lífinu getur
lokið á andartaki. Mörg-
um árum síðar snýr
Rahel aftur á æskuslóðir
og hittir Estha bróður
sinn eftir langan aðskiln-
að. Þessi saga er í senn
hlý, framandleg, hjart-
næm, seiðandi og átak-
anleg - en ekki síður
fyndin. Guð hins smáa
varð á undraskömmum
tíma metsölubók víða
um lönd og hlaut
Booker-verðlaunin árið
1997. Endurútgefin í
kilju.
336 bls., kilja.
Forlagið
ISBN 9979-53-442-7
Leiðb.verð: 1.599 kr.
\> lnikcliii lioliiiHÍ 1'jiiiGi hjaiiuiim mikla
Hella
ÞJÓÐIN
HELLAÞJÓÐIN
Jean M. Auel
Þýðing: Helgi Már
Barðason
Lesendur um víða veröld
hafa beðið með óþreyju
eftir nýrri bók eftir Jean
M. Auel. Nú er hún loks-
ins komin. Hér er á ferð
sjálfstætt framhald
bókanna um stúlkuna
Aylu sem hófst með Þjóð
bjarnarins mikla. Nú eru
þau Jondalar komin
heim til þjóðar hans.
Hún heillast af fólkinu
og flestir taka vel á móti
henni - en ekki allir.
662 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1645-X
Leiðb.verð: 4.990 kr.
HERRA PALOMAR
Italo Calvino
Þýðing: Guðbjörn
Sigurmundsson
Italinn Italo Calvino
(1922-1985) er í hópi
frumlegustu rithöfunda
tuttugustu aldar og er
honum gjarnan skipað í
hóp með skáldum á borð
við Jorge Luis Borges og
Georges Perec. I sögunni
slæst lesandinn í för með
herra Palomar sem ver
tíma sínum við að horfa
á öldurnar og nakinn
barm konunnar á strönd-
inni, hugsa um líkams-
burði gíraffans og girnast
erótísku gæsafeitina í
kjötbúðinni eða hlýða á
samtal svartþrastanna í
garðinum. Sá sem hefur
séð heiminn og himin-
tunglin með augum herra
Palomars mun aldrei
verða samur á eftir.
150 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-04-5
Leiðb.verð: 1.880 kr.
MILAN
KUNDERA
HLÁLEGAR ÁSTIR
Milan Kundera
Þýðing: Friðrik
Rafnsson
í þessum sjö smásögum
skoðar Kundera margar
viðkvæmustu hliðar
mannlífsins í spéspegli,
en meðal viðfangsefna
hans eru ást og kynlíf,
sýnd og reynd, einstak-
lingsbundinn húmor í
húmorslausu samfélagi
og sjálfsvirðing einstak-
lingsins. Sögurnar komu
fyrst út í Prag árið 1968,
skeiði frelsis, léttlyndis
og vona um mannúðlegri
heim, sem lauk svo snar-
lega þegar Sovétmenn
gerðu innrás í borgina
skömmu síðar. Ásamt
Obærilegum léttleika til-
verunnar er þetta sú bók
Kundera sem mestra vin-
sælda hefur notið víða
um heim.
205 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2286-1
Leiðb.verð: 4.290 kr.
68