Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 94
Fræði og bækur almenns efnis
B J Ö R G
Verk Bjargar C. Þorláksson
BJÖRG
Verk Bjargar C.
Þorláksson
Ritstj.: Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir
Þegar ævisaga Bjargar C.
Þorláksson, fyrstu
íslensku konunnar sem
lauk doktorsprófi, kom
út vakti hún verðskuld-
aða athygli og hlaut
Islensku bókmennta-
verðlaunin 2002. En hér
eru það verk hennar sem
eru til umfjöllunar og
eru þau skoðuð í sam-
hengi við hið hug-
myndalega umhverfi
sem þau eru sprottin úr.
Björg var mikilvirkur rit-
höfundur og fræðimaður,
verk hennar eru bæði
frumleg og nýstárleg og
taka m.a. til heimspeki,
sálfræði, líffræði og líf-
eðlisfræði. Einnig ritaði
hún ýmislegt um kven-
réttindi og önnur þjóðfé-
lagsmál og reyndi með
skrifum sínum að stuðla
að framförum og þróun
íslensks samfélags. Hún
samdi einnig leikrit og
orti ljóð - og fékkst tölu-
vert við þýðingar. I bók-
inni er einnig birt úrval
úr verkum hennar og
hafa sum jafnvel ekki
birst á prenti fyrr. Mikill
fengur er að því að fá hér
innsýn í fræðaheim
þessarar mikilhæfu konu
sem lítið hefur verið
fjallað um fram til þessa.
Um 500 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-18-1
Leiðb.verð: 4.980 kr.
#
Bókin um
viskuna og
kærleikann
BÓKIN UM VISKUNA
OG KÆRLEIKANN
Dalai Lama
Þýðing: Jóhanna
Þráinsdóttir
Dalai Lama, einn fremsti
andlegi leiðtogi heims-
ins, hefur með verkum
sínum veitt lesendum
um allan heim aðgang að
viskubrunni sínum. I
þessari bók gefur hann
einföld og hagnýt ráð um
það hvernig njóta megi
meiri ástar og samhygð-
ar. Kenningar hans
byggjast á skynsemi og
manngæsku en hvorki á
predikunum né þröng-
sýni. Hann nálgast við-
fangsefni sitt af kímni og
raunsæi og bendir á
hvernig við getum lifað í
sátt og samlyndi við
aðra. Jafnframt leiðir
hann í ljós hvernig
breyta megi neikvæðum
kenndum eins og reiði í
ást eða í hugarró, og
hvernig við getum eflt
með okkur kærleikann í
garð annarra og orðið
þannig betri manneskjur.
Sá boðskapur sem felst
í orðum Dalai Lama er
vissulega mannbætandi
og Bókin um viskuna og
kærleikann á erindi til
okkar allra á 21. öldinni.
127 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-761-71-7
Leiðb.verð: 2.980 kr.
BRUNABÓTAFÉLAG
ÍSLANDS
1917-2000
BRUNABÓTAFÉLAG
ÍSLANDS 1917-2000
Þórður H. Jónsson
I bókinni er rakin saga
félagsins og aðdragand-
inn að löggjöfinni um
Brunabótafélag íslands,
en félagið hóf starfsemi
sína 1. janúar 1917. í
upphafi hafði það einka-
rétt á brunatryggingum
húseigna utan Reykja-
víkur. Eftir lagabreytingu
á sjötta áratugnum féll
einkarétturinn niður og
félagið hóf harða sam-
keppni á tryggingamark-
aðnum. I lok níunda ára-
tugarins varð það helm-
ingseigandi að öflugu
félagi með stofnun
Vátryggingafélags ís-
lands h.f. Með nýrri lög-
gjöf árið 1994 var því
hreytt í Eignarhaldsfélag-
ið Brunabótafélag ís-
lands. Brunabótafélagið
hefur frá upphafi verið í
nánum tengslum við
sveitarstjórnir.
309 bls.
Eignarhaldsfélagið
Brunabótafélag Islands
ISBN 9979-60-719-X
Leiðb.verð: 6.250 kr.
Ingóifur Margeirsson
Bylting BÍTLANNA
BYLTING BÍTLANNA
Ingólfur Margeirsson
Ingólfur Margeirsson
segir í þessari bók sögu
The Beatles á ógleyman-
legan hátt. Hvaða áhrif
þeir höfðu á tónlistar-
sköpun og samfélagið í
heild sinni. Sigra þeirra
og ósigra, í leik og starfi.
Bók sem á erindi til allra,
ungra sem aldinna. Líkt
og tónlist þeirra sem
aldrei hljóðnar.
512 bls.
PP Forlag
ISBN 9979-760-22-2
Leiðb.verð: 2.990 kr.
BÖRN OG TRÚ
Sigurður Pálsson
Bókin er fyrsta sinnar
tegundar á íslensku. Hún
fjallar um börn og trú af
sjónarhóli sálarfræði,
uppeldisfræði og guð-
fræði. Fjallað er m.a. um
hvað uppeldi sé, um
92