Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 12
íslenskar barna-og unglingabækur
LÚSASTRÍÐIÐ
Brynhildur
Þórarinsdóttir
Um miðjan febrúar, þeg-
ar langt er til páska og
jólin löngu liðin, gera
ellefu ára krakkar næst-
um hvað sem er til að fá
frí í skólanum. Því er
lúsin sem Benni ber með
sér heim af KR-vellinum
í ókunnri húfu afar kær-
komin viðbót við 6. MG.
Drepfyndin saga um
ótrúlega viku í lífi
þriggja vina sem fá
nýstárlega hugmynd.
Lúsastríðið er fyrsta bók
höfundar. Anna Cynthia
Leplar myndskreytti.
136 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2364-7
Leiðb.verð: 2.490 kr.
MARTA SWIARTA
Gerður Kristný
Marta er ósköp venjuleg
tíu ára stelpa og lífið
gengur sinn vanagang.
En eftir jólafríið er allt í
lausu lofti og hvað gerir
stelpa þá? Marta kemst
að því að tilveran getur
aftur orðið bærileg með
því að blanda saman
furðulegustu hlutum:
Hlaupormum, kúreka-
höttum, súrum froskum,
Egils sögu, lambi að
leika sér við og - því sem
skiptir allra mestu máli -
hugrekki. Nógu af hug-
rekki. Marta smarta er
fyrsta barnabók Gerðar
Kristnýjar. Halldór Bald-
ursson myndskreytti.
154 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2336-1
Leiðb.verð: 2.490 kr.
nennekkja feisada
NENNEKKJA FEISAÐA
Alvöru unglingabók
Valgeir Magnússon
„Bráðskemmtileg og
uppbyggjandi bók fyrir
unglinga, en ekki ætluð
lesendum yngri en 13
ára. Hún lýsir hörðum
heimi þeirra unglinga
sem lenda í ruglinu", eru
ummæli nemanda úr
uppeldisfræði í Háskól-
anum. Bókin er skrifuð
af mikilli innlifun í hug-
arheim unglinga, hún er
opinská og fjallar á hisp-
urslausan hátt um ást-
ina, heiðarleika, kynlíf,
traust, fíkniefni og
ofbeldi. Bókin tekur á
ýmsum vandamálum
dekkri hliða mannlífsins
en er jafnframt uppfull af
húmor og spaugilegum
atvikum. Höfundur bók-
arinnar er hinn lands-
þekkti húmoristi, Valli
sport, sem er annar
umsjónarmanna þáttar-
ins „Með hausverk".
Þetta er önnur unglinga-
bók Valla, en fyrri bókin
hlaut frábærar viðtökur
og var ein söluhæsta
unglingabókin jólin
2000. Bókin er jafnframt
sjálfstætt framhald þeirr-
ar bókar.
164 bls.
Þyrnirós
ISBN 9979-9551-1-2
Leiðb.verð: 2.990 kr.
NJÁLA
Brynhildur Þórarins-
dóttir endursagði
Margrét Laxness
myndskreytti
Njáls saga hefur lifað
með þjóðinni í aldaraðir
og sjaldan verið vinsælli
en einmitt nú. Hér er
hún gerð aðgengileg fyrir
börn og unglinga í
knappri og auðlæsilegri
endursögn Brynhildar
Þórarinsdóttur, sem þó
kemur sögunni og stór-
brotnum persónum
hennar vel til skila. Bók-
in er prýdd glæsilegum
myndum eftir Margréti
E. Laxness og auk þess
eru yfir 60 ljósmyndir í
bókinni. Einnig eru hér
fjölmargir fróðleiksmolar
um sögusvið Njálu og
sögutímann.
61 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2347-7
Leiðb.verð: 2.690 kr.
Peð
á plánctunni
Jörð
Olga buArun Árnddótlir
PEÐ ÁPLÁNETUNNI
JÖRÐ
Olga Guðrún Árnadóttir
„Leynilegur ástmaður
minn stendur í eldheitu
sambandi við barbí-
dúkku ... Hólmfríður
handavinnubani lætur
eins og ég sé með fjórtán
þumalputta ... auk þess
hóta kaloríudraugarnir
að breyta mér í súmó-
glímukappa með tveggja
sæta rass.“ Saga hinnar
fjórtán ára Möggu Stínu.
Peð á plánetunni Jörð sló
rækilega í gegn þegar
hún kom fyrst út og rifj-
aði upp fyrir lesendum
meistaraleg tök Olgu
Guðrúnar á bókmennt-
um fyrir unglinga. Nú
endurútgefin í kilju.
174 bls., kilja.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2328-0
Leiðb.verð: 1.599 kr.
10