Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 46
íslensk skáldverk
H UGSANIfi
ANNABRA
Krislján Pórflur Hrafnssnn
HUGSANIR ANNARRA
Kristján Þórður
Hrafnsson
Áhrifamikil skáldsaga
sem gerist í Reykjavík
nútímans. Saga um for-
boðna ást, svik, fýsn, eig-
ingirni og örlæti. Maður
getur aldrei vitað hvað
önnur manneskja er að
hugsa. Af hverju verður
fólk ástfangið? Af hverju
hættir það að elska?
Kristján Þórður hefur
vakið mikla athygli fyrir
ljóð sín, leikrit og þýð-
ingar. Hugsanir annarra
er fyrsta skáldsaga hans.
125 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2355-8
Leiðb.verð: 3.990 kr.
HUNDABÓKIN
Þorsteinn
Guðmundsson
Sjö sögur úr nútímanum
af fólki í misgóðu sam-
bandi við sitt dýrslega
eðli. Sögurnar eru fullar
af húmor, stappaðar af
kaldhæðni, hroka og karl-
mannlegri viðkvæmni.
Þorsteinn hefur áður
samið sjónvarpsþætti og
útvarpsleikrit og árið
2000 sendi hann frá sér
Klór, safn samtengdra
sagna sem vakti mikla
athygli.
224 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2350-7
Leiðb.verð: 4.490 kr.
STEINUNN
SIGURÐARDÓTTIR
Hundrað dyr í goiunni
HUNDRAÐ DYR I
GOLUNNI
Steinunn Sigurðardóttir
Brynhildur bregður sér í
frí til Parísar þar sem
hún lendir í óvæntu
ævintýri með karl-
manni. Upp í hugann
koma minningar frá
löngu liðnum námsár-
um þar í borg þegar hún
mætti ástinni í lífi sínu,
ástinni miklu sem aldrei
varð. París myndar
umgjörð um nútíð og
fortíð þessarar sögu og
leggur til Ieiktjöld, liti,
lykt og ljós. Áhrifamikil
og vel gerð skáldsaga
um ástir og erótík, gjafir
guðanna og grimmd
þeirra, enda jafnast fá
skáld á við Steinunni
Sigurðardóttur þegar
kemur að því að kryfja
eðli ástarinnar.
144 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2375-2
Leiðb.verð: 3.990 kr.
Hver með sinu nefi
HVER MEÐ SÍNU NEFI
25 íslenskar smásögur
Ýmsir höfundar
Það leynist skáld í mörg-
um Islendingi. Bókin
Hver með sínu nefi inni-
heldur úrval smásagna
sem sendar voru inn
í smásagnasamkeppni
Þyrnirósar 2002. 25 sög-
ur voru valdar úr ríflega
200 sögum sem bárust í
keppnina. Söguþjóðin
hefur enn gaman að því
að segja sögur og endur-
spegla þessar 25 smásög-
ur magnaða frásagnar-
gleði og frjótt hugmynda-
flug þeirra 25 höfunda
sem eiga sögu í bókinni.
Dómnefnd valdi úr bestu
sögurnar og var formaður
dómnefndar Katrín Jak-
obsdóttir, bókmennta-
gagnrýnandi. Höfund-
arnir eru á öllum aldri og
frá öllum landshornum.
200 bls.
Þyrnirós
ISBN 9979-9551-0-4
Leiðb.verð: 2.990 kr.
Bvnedíkt S. LAFLEUR
Í BLÓÐSPORUM
SKÁLDS
Ásamt myndskreytinKum
/ /
í BLÓÐSPORUM
SKÁLDS
Benedikt S. Lafleur
Tímamótaverk! Metnað-
arfullt smásagnasafn í
þremur bindum eftir
einn atkvæðamesta lista-
mann sinnar kynslóðar.
Hér eru á ferðinni 39
smásögur sem geyma í
senn ljóðrænan skáld-
skap og raunsannar lýs-
ingar úr lífi skálds og
umhverfi þess í nútíma-
samfélagi. Benedikt hef-
ur verið búsettur bæði í
París og Reykjavík og
haldið hátt á þriðja tug
myndlistarsýninga. Þrjár
bækur liggja eftir höf-
und; sú síðasta: / hugs-
unarleysi tímanna...
kom út í vor. Jafnframt
eru væntanlegár tvær
aðrar bækur eftir sama
höfund: Fyrsta skáldsag-
an í ritröðinni Fantasíur
og ljóðmyndir. Eldglær-
ingar í Sápukúlum og
greinasafnið: Útópíu-
lausn en rennur ágóðinn
af því til Vímulausrar
æsku.
Sjá nánar um lista-
manninn á vefsíðu hans:
www.benediktlafleur.com
382 bls.
lafleur
ISBN 9979-60-771-8
Leiðb.verð: 1.350 kr.
44