Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 56
íslensk skáldverk
ann inn í lifandi heim
drengs á sögutímum 13.
aldar. Við fylgjumst með
uppvexti hans, bardög-
um og baráttu, ástum og
vonbrigðum þar sem
deilur og eldgos á Islandi
skapa bakgrunn. Hann
lét eftir sig merkilegan
arf. Sagan veitir íslend-
ingum nýja sýn á þetta
mikilvæga tímabil í sögu
íslands. Öðrum lesend-
um opnar hún dyr inn í
heim sem gerir íslensku
þjóðina einstaka í fjöl-
skyldu þjóða.
294 bls.
Terry G. Lacy
Dreifing: Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-504-6
Leiðb.verð: 2.450 kr.
RITSAFN l-lll
Snorri Sturluson
Snorri er höfuðskáld
íslands að fornu og nýju
og hér er í fyrsta sinn
gefið út ritsafn hans í
glæsilegri heildarútgáfu:
Snorra-Edda, merkasta
verk norrænnar goða-
fræði; Heimskringla,
sögur Noregskonunga;
og loks Egils saga sem
flestir fræðimenn telja
nú einboðið að eigna
Snorra. Verk hans eru
kjölfestan í sjálfsmynd
norrænna manna og eng-
inn höfundur hefur haft
jafn mótandi áhrif á
sjálfsvitund íslensku
þjóðarinnar. Rit hans eru
lykilverk í fornri skáld-
skaparlist og um sögu
Noregskonunga væri
lítið vitað hefði hann
ekki sett þær saman í
Heimskringlu. Fimm ís-
lenskir listamenn mynd-
skreyta verk Snorra í
útgáfunni og Vésteinn
Ólason prófessor, for-
stöðumaður Stofnunar
Árna Magnússonar, ritar
inngang.
1744 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2346-9
Leiðb.verð: 19.980 kr.
RÓMÚLÍA HIN EILÍFA
Stefán Snævarr
Mikill floti lætur úr höfn
á leyndum stað á Italíu
42 árum fyrir Krists
burð. Skipin flytja lýð-
veldissinna sem ekki
una nýjum stjórnarhátt-
um í Róm. Eftir miklar
hrakningar er landi náð á
ókunnu eylandi. Þarna
stofna skipverjar nýtt
ríki, Rómúlíu. I þessari
bók kynnir Valdemar
Septímus Gunnsteinsson
cand. mag. íslenskum
lesendum bókmenntir
þessa fjarlæga lands.
224 bls.
Ormstunga
ISBN 9979-63-37-X
Leiðb. verð: 2.890 kr.
Arnaldur Indriðason
RÖDDIN
RÖDDIN
Arnaldur Indriðason
Ný bók eftir metsöluhöf-
undinn Arnald Indriða-
son. Jólahátíðin er að
ganga í garð þegar starfs-
maður á hóteli í Reykja-
vík finnst myrtur í kjall-
ara þess. Hann reynist
hafa verið vinafár og lif-
að fábreyttu lífi en upp-
lýsingar um æskuár
hans, ævintýraleg og
dapurleg í senn, koma
lögreglunni á sporið.
Grípandi og áhrifarík
saga um undarleg örlög.
330 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1640-9
Leiðb.verð: 4.690 kr.
SAGAN AF SJÓREKNU
PÍANÓUNUM
Guðrún Eva
Mínervudóttir
Sagan af sjóreknu píanó-
unum er þrálátt, síbreyti-
legt stef í þeirri óvenju-
legu uppvaxtarsögu sem
Guðrún Eva Mínervu-
dóttir segir í þessari bók.
Samkvæmt einni útgáfu
sögunnar stóðu píanóin í
öllum veðrum á hafnar-
bakkanum þar til þeim
var ekið á haugana. Sam-
kvæmt annarri útgáfu
féllu þau fyrir borð í
ofsaveðri, tvö þeirra rak
á land fyrir austan en hin
sukku í djúpið.
I þessari frumlegu, fal-
legu skáldsögu kynnist
lesandinn sveimhugan-
um Kolbeini og blindu
stúlkunni Sólveigu. Þau
vaxa úr grasi hvort í sín-
um landshluta, takast á
við foreldravaldið, ættar-
sögurnar og ögrunina
sem felst í því að „lifa
ævisögulega". Þetta er
bók handa fólki sem
finnst gott að lesa.
280 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-20-7
Leiðb.verð: 3.980 kr.
SALKA VALKA l-ll
ÞÚ VÍNVIÐUR HREINI
FUGLINN í FJÖRUNNI
Halldór Laxness
Salka Valka er ein ást-
sælasta skáldsaga Hall-
dórs Laxness. Sagan er í
senn heimild um kreppu-
54