Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 96
Fræði og bækur almenns efnis
Thee Oath How Teeth -
Þjóðhátíð. Vinsælasta
útihátíð heims! Hún hef-
ur auðgað líf hundruð
þúsunda manna í rúma
öld og hér kemur bókin
um þessa merku hátið.
Um siði heimamanna,
ósiði aðkomumanna,
fljúgandi tjöld, talandi
tjarnir, hljómsveitir á
palli, foruga unglinga,
brekkusöng í bálviðri og
síðast en ekki síst - goð-
sögnina Árna Johnsen.
Enginn sem einhvern
tíma hefur farið á útihá-
tíð getur látið þessa bók
framhjá sér fara. Gerður
Kristný var einn hund-
blautra þjóðhátíðargesta
verslunarmannahelgina
2002 og lýsir lífinu á
þjóðhátíð í Vestmanna-
eyjum.
230 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2362-0
Leiðb.verð: 4.690 kr.
FÁTÆKT Á ÍSLANDI
VIÐ UPPHAF NÝRRAR
ALDAR
Hin dulda félagsgerð
borgarsamfélagsins
Harpa Njáls
I þessari bók er fjallað um
einkenni og aðstæður
fátækra í íslensku nú-
tímaþjóðfélagi. Höfundur
nálgast viðfangsefnið frá
mörgum sjónarhornum,
með lýsingum á opinber-
um talnagögnum, kenn-
ingum um velferð og
fátækt og með viðtölum
við fólk sem bjir í fátækt.
Þá útfærir höfundur mat
á lágmarks framfærslu-
kostnaði sem sýnir hvað
þarf til að komast af í
íslensku borgarumhverfi.
Niðurstaða þess mats er
borin saman við þær lág-
marksupphæðir sem
almannatryggingar og
félagsþjónusta sveitarfé-
laga veita og er sýnt að
talsvert vantar upp á til
að fólk geti lifað því lífi
sem stjórnvöld þó telja
æskilegt lágmark. Fólk í
sumum þjóðfélagshópum
er oft dæmt til að lifa við
fátækt án auðveldra
útgönguleiða. Þessi grein-
ing gefur athyglisverða
sýn inn í fátæktaraðstæð-
ur á Islandi og hvernig
velferðarríkið bregst fólki
í einstökum þjóðfélags-
hópum.
250 bls.
Borgarfræðasetur/
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-520-8
Leiðb.verð: 2.990 kr.
FJALLRÆÐUFÓLKIÐ
Um persónur í verkum
Halldórs Laxness
Gunnar Kristjánsson
Persónur Halldórs Lax-
ness eru sífelld upp-
spretta hugleiðinga og
heilabrota um eðli tilver-
unnar. Höfundur sýnir
hér fram á hvernig krist-
in trúarheimspeki, sem
mótaði mjög heimsmynd
skáldsins á æsku- og
mótunarárunum meðal
kaþólskra, birtist í skáld-
verkunum og setur mark
sitt á persónusköpunina.
I verkum hans enduróm-
ar alla tíð samúð með lít-
ilmagnanum og virðing
fyrir lífinu - grundvall-
arþættirnir í mótun svip-
mikilla og ógleyman-
legra persóna.
208 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-0432-4
Leiðb.verð: 2.990 kr.
FJÖLGREINDIR í
SKÓLASTOFUNNI
Thomas Armstrong
Þýðing: Erla Kristjáns-
dóttir
Bandaríski prófessorinn
Howard Gardner kom
árið 1983 fram með nýja
kenningu, fjölgreinda-
kenninguna, sem valdið
hefur byltingu í allri
umræðu og viðhorfi til
kennslu og uppeldis.
Bókaverslun
Þórarins Stefánssonar
Garöarsbraut 9 • 640 Húsavík
S. 464 1234 • husavik@husavik.com
Gardner taldi að skil-
greiningin á greind væri
of þröng og setti fram þá
kenningu að maðurinn
byggi yfir að minnsta
kosti sjö grunngreindum
en bætti síðar þeirri átt-
undu við.
168 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-761-52-0
Leiðb.verð: 3.980 kr.
FORMÚLA 1
Saga Formúlu 1
kappakstursins
Árið 1950 ákvað Alþjóða
akstursíþróttasambandið
að hleypa af stokkunum
heimsmeistarakeppni í
kappakstri á lokuðum
brautum: Formúlu 1.
Síðan hafa milljónir
manna heillast af þessu
magnaða sjónarspili þar
sem helstu bílaframleið-
endur heims tefla fram
allri sinni þekkingu og
tæknikunnáttu í því
skyni að tryggja mestu
ökuþórum jarðar sigur í
langri og strangri
keppni. Hér er þessi saga
94